Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma ehf.

Sérfræðingur í kerfisumsjón við upplýsingatæknideild

Coripharma leitar að lausnamiðuðum, metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi í starf sérfræðings í kerfisumsjón við upplýsingatæknideild.

Upplýsingatæknideild er stoðdeild innan verkfræðisviðs og þjónustar alla starfsemi fyrirtækisins. Hún ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi upplýsingakerfa og gagnagrunna, auk þess að veita almenna notendaþjónustu fyrir starfsfólk.

Starfsemi Coripharma þarf að uppfylla fjölbreyttar og strangar kröfur lyfjaiðnaðarins, þar á meðal GMP-reglur. Upplýsingatæknideildin gegnir lykilhlutverki í að tryggja að öll upplýsingakerfi og gagnagrunnar uppfylli þessar kröfur á hverjum tíma.

Í starfinu felst umsjón með nokkrum af helstu kerfum fyrirtæksins, gagnavinnsla og virk þátttaka í öryggis- og gæðamálum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur og viðhald upplýsingakerfa.
  • Samskipti við hýsingaraðila um rekstur á búnaði tengdum upplýsingakerfum s.s. netbúnaði, netþjónum o.fl.
  • Samþætting kerfa
  • Gagnavinnsla
  • Samskipti og þjónusta við notendur innan fyrirtækis
  • Samskipti við birgja og þjónustuaðila
  • Öryggis- og gæðamál fyrir gögn og upplýsingakerfi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í upplýsingatækni, s.s. í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, kerfisfræði eða af öðru sambærilegu sviði.
  • Reynsla af rekstri upplýsingakerfa. Reynsla af rekstri framleiðslukerfa/ERP kerfa er mikill kostur.  
  • Grunnþekking á netrekstri
  • Þekking á gagnavinnslu og notkun á SQL / Power BI er kostur
  • Reynsla af samþættingu kerfa er kostur
  • Reynsla af öryggisvörnum og gagnavernd er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
  • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í rituðu og töluðu máli
Fríðindi í starfi
  • Mötuneyti
  • Sveigjanlegur vinnutími
Auglýsing birt7. nóvember 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AzurePathCreated with Sketch.Microsoft CRMPathCreated with Sketch.Microsoft Power PlatformPathCreated with Sketch.SjálfvirknivæðingPathCreated with Sketch.SQL
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar