
Dagar hf.
Dagar eru framsækið en rótgróið fyrirtæki og saga okkar nær allt aftur til ársins 1980.
Við leggjum áherslu á að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir fyrirtæki framtíðarinnar. Sérhæfing okkar byggir á áratuga reynslu, framsækni og frábæru starfsfólki. Við höfum einsett okkur að vera í fremstu röð í ræstingum og þrifum, fasteignaumsjón og virðisaukandi vinnustaðalausnum þegar kemur að þjónustustigi, öryggi og nýjungum.
Starfsemin teygir anga sína víða um land, Dagar eru með fastar starfsstöðvar á Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ.
Hjá Dögum starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið.
Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.
Vinnustaðurinn
Hjá Dögum starfa um 800 einstaklingar af mismunandi þjóðernum, með fjölbreyttan bakgrunn, reynslu og þekkingu.
Virk þátttaka og helgun starfsfólks er lykillinn að velgengni okkar. Árangur okkar er drifinn áfram af metnaði og knýjandi þörf fyrir að leita sífellt leiða til að gera betur, auka gæði og draga úr sóun ásamt forvitni okkar, frumkvæði og aga við að þróa nýjar þjónustulausnir sem viðskiptavinir okkar kunna að meta.
Við leggjum áherslu á starfstengda fræðslu og frá fyrsta degi fær starfsfólk þjálfun sem leggur áherslu á öryggi og tryggir rétt handtök í einu og öllu.
Við vitum að ánægt starfsfólk er lykillinn að ánægðum viðskiptavinum og þess vegna leggjum við áherslu á heilbrigt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi, góða þjálfun og hrós fyrir vel unnið verk. Við liðsinnum okkar fólki að eflast og ná árangri og erum stolt þegar við sjáum það blómstra í lífi og starfi.

Hópstjóri sérverkefna á Akureyri / Group Leader for Special Solutions in Akureyri
Dagar leita eftir starfsmanni í starf hópstjóra sérverkefna á Akureyri. Hlutverk hópstjóra er að leiða og stýra daglegri þjónustu sérverkefna en það eru m.a. hreingerningar, gluggaþvottur, gólfhreinsanir, sótthreinsun o.fl. Um fullt starf er að ræða en vinnutími er sveigjanlegur.
Dagar is looking for an employee for the position of Group Leader of Special Solutions in Akureyri. The role of the group leader is to lead and manage the daily service of special projects, which includes special cleaning, window washing, floor cleaning, disinfection, etc. This is a full-time position, but working hours are flexible.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Yfirumsjón og ábyrgð á verkefnum
- Samskipti við viðskiptavini
- Tryggja að allur búnaður sé í lagi og öruggur
- Innkaup og ábyrgð á lager
- Umsjón með bílaflota Daga á Akureyri
- Önnur tilfallandi verkefni
- Supervision and responsibility for projects
- Communication with customers
- Ensure that all equipment is in good condition and safe
- Responsibility for inventory and purchases
- Supervision of Dagar's cars in Akureyri
- Other occasional tasks
Menntunar- og hæfniskröfur
- Gild ökuréttindi
- Good Icelandic and English skills
- Áhugi og geta til að vinna á sveigjanlegum vinnutíma
- Hreint sakavottorð
- Vinnuvélaréttindi / lyftarapróf er kostur
- Hæfni til að vinna vel í hóp
- Góð þjónustulund, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Have a valid driver's licence
- Good Icelandic and English skills
- Be willing to work at flexible times
- Clean criminal record
- Heavy machinery license / forklift license is an advantage
- Be independent, positive and resourceful
Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur26. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Furuvellir 7, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
Hreint sakavottorðÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleikiTeymisvinnaÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Skólaliði og frístundarleiðbeinandi í Kópavogsskóla
Kópavogsskóli

Bílaþrif og standsetning bíla/Car washing and car road- ready
Blue Car Rental

Aðstoðarmanneskja í mötuneyti
Embla Medical | Össur

Gestgjafar Sky Lagoon/Hosts at Sky Lagoon
Sky Lagoon

Viltu starfa í íþróttahúsi ?
ÍR

Skólaliði í Kóraskóla
Kóraskóli

Sólar ehf. auglýsir spennandi störf á Akureyri
Sólar ehf

Laust starf í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi við Breiðumýri í Garðabæ
Garðabær

Ökuleiðsögumaður (Driver-Guide)
Hótel Húsafell

Fjöllbreytt störf við ræstingar á Akureyri
Hreint ehf

Housekeeping and Kitchen Genie
Dalur HI Hostel

50% Housekeeping & Maintenance (mainly weekends)
Panorama Glass Lodge