Kópavogsskóli
Kópavogsskóli
Kópavogsskóli

Skólaliði og frístundarleiðbeinandi í Kópavogsskóla

Við í Kópavogsskóla erum að leita að lífsglöðum og áhugasömum skólaliða í 100% starfshlutfall.

Kópavogsskóli er heildstæður grunnskóli með um 420 frábæra nemendur og um 80 kraftmikla starfsmenn. Í skólanum er sérdeild fyrir nemendur á mið- og unglingastigi og frístundaheimili fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Unnið er samkvæmt uppeldisstefnunni Uppeldi til ábyrgðar og lögð er áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og ýmis þróunarverkefni eru í gangi.

Einkennisorð skólans eru vinátta, virðing, vellíðan. Góður starfsandi er í skólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ræstingar
  • Gangavarsla, gangbrautargæsla, útigæsla
  • Aðstoða í matsal skólans
  • Fylgja nemendum í ferðir ef við á
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
  • Góð íslenskukunnátta æskileg
Fríðindi í starfi

Starfsmenn Kópavogsbæjar fá frítt í sundlaugum bæjarins.

Auglýsing birt5. september 2025
Umsóknarfrestur19. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Digranesvegur 15, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar