

Hláturmild listaspíra óskar eftir aðstoð
Ég er kona á besta aldri, bý í Kópavogi og er að leita að aðstoðarkonu til starfa í NPA þjónustu. Ég hef gaman af lífinu og er úti um allt að gera alls konar hluti eins og að fara í sund og á menningarviðburði. Ég er í leiklist, sinni fjölbreyttum góðgerðarstörfum og sjálfboðaliðastörfum svo eitthvað sé nefnt.
Ég er hreyfihömluð og nota hjólastól. Ég er að leita að aðstoðarkonu sem getur aðstoðað mig eftir þörfum í mínu daglega lífi.
Ég óska eftir aðstoðarkonu á aldrinum 25 ára og eldri í 40%-50% starf og getur vinnutíminn verið sveigjanlegur. Um er að ræða a.m.k. eina dagvakt í viku og aðra hvora helgi. Möguleiki á meiri vinnu í sumar vegna afleysinga.
Ef þú hefur gaman af lífinu, getur tekið leiðsögn og átt auðvelt með mannleg samskipti þá er ég að leita að þér.
- Aðstoð við heimilisstörf
- Aðstoð við útisvæði við heimilið
- Aðstoð við umhirðu farartækis
- Vera til taks í sundferðum, bæjarferðum og við að sinna áhugamálum
- Kvenkyns
- 25 ára eða eldri
- Tóbakslaus
- Læs og talandi á íslensku
- Kattarvinur, það er köttur á heimilinu
- Sveigjanleg, áreiðanleg og stundvís
- Bílpróf
- Getur sinnt helstu heimilisstörfum
























