Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið

Hefur þú áhuga á að leiða krefjandi verkefni?

Dómsmálaráðuneytið leitar að öflugum og drífandi sérfræðingi á skrifstofu fjármála. Skrifstofan fer með málefni er varða meðal annars fjármálaáætlun, rekstur og fjármál ráðuneytisins ásamt húsnæðisverkefnum og öðrum stefnumarkandi verkefnum.

Helstu verkefni og ábyrgð

Leitað er að sérfræðingi sem hefur reynslu og þekkingu af skipulagningu krefjandi og fjölbreyttra verkefna. Áhersla er lögð á að móta, framkvæma og fylgja eftir verkefnum í nánu samstarfi við stjórnendur og aðra hagaðila ásamt því að tryggja skilvirkni, gæði og árangur verkefna. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunn- eða meistaranám sem nýtist í starfi. 
  • Þekking og reynsla af stýringu og framkvæmd krefjandi verkefna er skilyrði. 
  • Reynsla af verkefnastjórnun og viðurkenndum aðferðum er kostur.  
  • Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð er kostur. 
  • Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun. 
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. 
Auglýsing birt16. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Skúlagata 4, 101 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar