
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðherra er Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og fer með yfirstjórn ráðuneytisins ásamt því að bera ábyrgð á öllum stjórnarframkvæmdum þess. Allar embættisfærslur starfsfólks eru gerðar í umboði ráðherra.
Hjá ráðuneytinu starfa um 70 manns og eru flestir með lögfræðimenntun. Undir starfsemi ráðuneytisins heyra um 30 stofnanir sem ná til þriggja málefnasviða samkvæmt lögum um opinber fjármál og snerta fjölmörg svið þjóðfélagsins. Meðal þeirra stofnana sem heyra undir ráðuneytið eru lögregluembætti, sýslumenn, Fangelsismálastofnun, Persónuvernd, Þjóðkirkjan og fleiri.
Skipurit ráðuneytisins skiptist niður á sex skrifstofur sem eru skrifstofa réttarfars og stjórnsýslu, skrifstofa almanna- og réttaröryggis, skrifstofu réttinda einstaklinga, skrifstofa jafnréttis og mannréttinda, skrifstofa löggjafarmála og skrifstofu fjármála og rekstrar sem starfar þvert á allar einingar.

Hefur þú áhuga á að leiða krefjandi verkefni?
Dómsmálaráðuneytið leitar að öflugum og drífandi sérfræðingi á skrifstofu fjármála. Skrifstofan fer með málefni er varða meðal annars fjármálaáætlun, rekstur og fjármál ráðuneytisins ásamt húsnæðisverkefnum og öðrum stefnumarkandi verkefnum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Leitað er að sérfræðingi sem hefur reynslu og þekkingu af skipulagningu krefjandi og fjölbreyttra verkefna. Áhersla er lögð á að móta, framkvæma og fylgja eftir verkefnum í nánu samstarfi við stjórnendur og aðra hagaðila ásamt því að tryggja skilvirkni, gæði og árangur verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Grunn- eða meistaranám sem nýtist í starfi.
- Þekking og reynsla af stýringu og framkvæmd krefjandi verkefna er skilyrði.
- Reynsla af verkefnastjórnun og viðurkenndum aðferðum er kostur.
- Reynsla af stefnumótun og áætlanagerð er kostur.
- Fagmennska, frumkvæði, drifkraftur og lausnamiðuð hugsun.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Auglýsing birt16. janúar 2026
Umsóknarfrestur26. janúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Skúlagata 4, 101 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (6)

Verkefnisstjóri grunnnáms
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Garðabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra framkvæmda
Garðabær

Vélaverkfræðingur
Orkubú Vestfjarða

Verkefnastjóri innkaupa og rekstrar
Akraneskaupstaður

Verkefnastjóri á verkefnastofu
Landspítali

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir öflugum verkefnastjóra fræðslumála
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið