
Myndlistarmiðstöð
Myndlistarmiðstöð er sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn og starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa skv. staðfestri skipulagsskrá.
Hlutverk Myndlistarmiðstöðvar er að styðja við og efla íslenska myndlist innanlands og utan, vekja áhuga og auka skilning almennings á myndlist og greiða fyrir samskiptum milli aðila greinarinnar. Miðstöðin annast markvissa kynningu á íslenskri myndlist heima og erlendis og stuðlar að þróun innan stjórnkerfis og stofnana svo efla megi þátt myndlistar sem víðast í samfélaginu. Hlutverk hennar er einnig að veita ráðgjöf, fræðslu og miðlar upplýsingum til fagfólks, almennings og opinberra stofnana og auka veg íslenskrar myndlistar með fjölbreyttum innlendum og alþjóðlegum verkefnum og viðburðum á sviði myndlistar.
Forstöðumaður
Myndlistarmiðstöð auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Leitað er að skapandi leiðtoga sem brennur fyrir framgangi íslenskrar myndlistar jafnt innanlands sem utan.
Forstöðumaður mótar og stýrir daglegri starfsemi miðstöðvarinnar í umboði stjórnar og starfar í samræmi við skipulagsskrá hennar. Hann tryggir að verkefni miðstöðvarinnar séu unnin á árangursríkan hátt, metur árangur starfseminnar með reglulegum hætti og þróar leiðir að markmiðum hennar.
Forstöðumaður er ráðinn til fimm ára í senn.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Daglegur rekstur og stjórnun.
- Mótun og framkvæmd stefnu Myndlistarmiðstöðvar.
- Skipulagning og framkvæmd á kynningu íslenskrar myndlistar innanlands og erlendis.
- Efling samstarfs og samskipta milli listamanna, stofnana og stjórnvalda.
- Faglega ráðgjöf, miðlun fræðslu og upplýsinga.
- Skipulagning og umsjón með innlendum og alþjóðlegum verkefnum.
- Samningagerð við listamenn, stofnanir og styrktaraðila.
- Umsýsla Myndlistarsjóðs og Listskreytingasjóðs.
- Gegna hlutverki „Commissioner“ fyrir íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum.
- Fjárhagsáætlun, rekstrarstýring og ábyrgð á fjármögnun verkefna.
- Ráðning starfsfólks og eftirlit með starfsemi miðstöðvarinnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Þekking og áhugi á íslensku og alþjóðlegu myndlistarlífi.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af stjórnun, stefnumótun og menningarrekstri.
- Þekking og reynsla af stjórnsýslu.
- Reynsla af uppgjöri og áætlanagerð.
- Reynsla af samningagerð.
- Reynsla af kynningar- og markaðsmálum.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
- Metnaður og ögun í vinnubrögðum.
- Góð færni í ræðu og riti á íslensku og ensku.
Auglýsing birt15. september 2025
Umsóknarfrestur29. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Austurstræti 5, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (7)

Rekstrarstjóri þjónustudeildar
Lotus Car Rental ehf.

Forstöðumaður sölustýringar
Vörður tryggingar

Útibússtjóri á Selfossi
Sjóvá

Forstöðulæknir bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu
Landspítali

Vilt þú stýra þjónustusviði Veitna ?
Veitur

Forstöðumaður nýframkvæmda og viðhalds gatna og stíga
Akureyri

Forstöðumaður umhverfis- og sorpmála
Akureyri