
Árbæjarskóli
Forfallakennsla á unglingastigi
Við auglýsum eftir forfallakennara á unglingastig Árbæjarskóla. Helstu kennslugreinar eru íslenska, enska og lífsleikni.
Árbæjarskóli er heildstæður grunnskóli staðsettur í einstöku umhverfi Elliðaárdalsins. Nemendur eru rúmlega 750 talsins og er skólinn safnskóli á unglingastigi. Starfsmenn skólans eru um 108 og er starfsandi mjög góður. Boðið er upp á fjölbreytt og skapandi nám sem stuðlar að alhliða þroska nemenda með það að markmiði að nemendur verði sjálfstæðir og skapandi einstaklingar í síbreytilegu samfélagi. Skólinn leggur ríka áherslu á vandaða móttöku allra nemenda. Við skólann starfar áhugasamt foreldrafélag og samvinna við foreldra og grenndarsamfélag er gott.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Annast kennslu í samráði við skólastjórnendur og árgangateymi.
- Vinnur að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við annað fagfólk og foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennaramenntun og leyfisbréf kennara.
- Reynsla af kennslu barna og unglinga er æskileg.
- Sérmenntun í íslensku og ensku æskileg.
- Hæfni í samskiptum.
- Faglegur metnaður.
- Reynsla og áhugi á að vinna með börnum.
- Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði.
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur2. nóvember 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Rofabær 34, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Tímabundin staða í Marbakka
Marbakki

Sérkennari í Bjarg - Hvaleyrarskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Steinahlíð

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Leikskólakennari óskast
Heilsuleikskólinn Skógarás

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Ösp

Aðstoðarleikskólastjóri óskast
Helgafellsskóli

Leikskólinn Álfatún óskar eftir deildarstjóra
Álfatún

Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Sérkennsla - snemmtæk íhlutun
Ártúnsskóli

Leikskólakennari óskast til starfa
Leikskólinn Blásalir

Sérkennsla í Blásölum
Leikskólinn Blásalir