Helgafellsskóli
Helgafellsskóli
Helgafellsskóli

Aðstoðarleikskólastjóri óskast

Aðstoðarleikskólastjóri óskast til starfa í Helgafellsskóla. Skólinn er samrekinn leik- og grunnskóli þar sem lagt er upp með mikilli samvinnu milli skólastiga.

Í skólanum er mikil áhersla á málörvun og unnið er með Lubba sem finnur málbein. Einnig er unnið með Blæ og Leikur að læra. Í skólanum er áhersla á heilsueflingu og mikla útiveru.

Áhersla er á virðingu í öllum samskiptum milli starfsmanna, nemenda og foreldra.

Leitað er að starfsmanni sem býr yfir leiðtogahæfileikum, vinnur vel í teymi og getur leitt gott og metnaðarfullt starf í skólanum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber ábyrgð á faglegu starfi leikskóladeildar
  • Vinnur að daglegri stjórnun allra leikskóladeilda
  • Hefur umsjón með nemendamálum á leikskóladeild
  • Sinnir öðrum störfum sem skólastjóri felur honum hverju sinni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun
  • Stjórnunarreynsla í leikskóla er æskileg
  • Færni í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Skipulagshæfileikar
  • Góð íslenskukunnátta
Auglýsing birt17. október 2025
Umsóknarfrestur15. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Gerplustræti 14, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Metnaður
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar