Olíudreifing þjónusta
Olíudreifing þjónusta
Olíudreifing þjónusta

Ert þú pípari / píparanemi?

Olíudreifing leitar að metnaðarfullum pípara / píparanema til starfa í þjónustudeild fyrirtækisins í Reykjavík. Við sækjumst eftir starfsfólki sem hefur metnað til að læra og vinna í öflugu teymi sérfræðinga okkar.

Um starfið
Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni við uppsetningu og viðhald á tækjabúnaði og lagnakerfum, sem og önnur sérhæfð verk tengd eldsneytisdreifingu og þjónustu við meðal annars:

  • Eldneytisstöðvar
  • Báta og afgreiðsludælur
  • Smur og bílaverkstæði
  • Gagnaver
  • Ásamt öðrum mikilvægum innviðafyrirtækjum

Mikið er unnið við eldsneytisþolin HDPE rör frá 32 - 110 mm í rúllum eða stöngum ásamt hefðbundnu lagnaefni.

Starfsfólk Olíudreifingar þjónustar viðskiptavini okkar um allt land og því æskilegt að starfsmaður geti farið út á land til skamms tíma í senn.

Hæfniskröfur:

  • Almenn tölvukunnátta
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði
  • Góð samskiptahæfni
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Bílpróf er skilyrði

Við bjóðum þér:

  • Spennandi verkefni og tækifæri til að læra
  • Niðurgreiddan hádegismat
  • Íþróttastyrk
  • Gleraugnastyrk
  • Virkt starfsmannafélag

Við hlökkum til að fá umsóknina þína
Umsóknarfrestur er til og með 7. desember. Nánari upplýsingar veitir Ólafur Már Símonarson ([email protected]).
Við hvetjum öll kyn til að sækja um.

Um Olíudreifingu:

Olíudreifing er þekkingar- og þjónustufyrirtæki á sviði orkumála. Hlutverk Olíudreifingar er að dreifa og halda utan um birgðir á fljótandi orkugjöfum. Félagið er nú þegar þátttakandi í orkuskiptum og er að undirbúa meðhöndlun rafeldsneytis.

Fyrirtækið rekur bifreiða-, járnsmíða-, dælu- og rafmagnsverkstæði. Einnig er rekið þjónustuverkstæði sem sinnir viðhaldi á raf- og vélbúnaði. Starfsfólk félagsins er um 130 talsins og starfar á starfsstöðvum víðsvegar um landið. Unnið er samkvæmt gæðavottuðum vinnuferlum.

Nánari upplýsingar um Olíudreifingu ehf. má finna á www.odr.is.

Auglýsing birt11. nóvember 2025
Umsóknarfrestur7. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Hólmaslóð 8, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar