Reykjanesbær
Reykjanesbær
Reykjanesbær

Drekadalur - Aðstoðarleikskólastjóri

Nýr leikskóli, leikskólinn Drekadalur í Innri Njarðvík leitar eftir drífandi, skipulögðum og jákvæðum einstaklingi í starf aðstoðarleikskólastjóra sem er tilbúin að taka þátt og leiða gott faglegt starf í lýðræðislegu skólaumhverfi. Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun.

Leikskólinn Drekadalur er sex deilda leikskóli með 120 nemendum. Í Drekadal verður lögð áhersla á samvinnu og nýtingu mannauðs ásamt leik barna sem verður gert hátt undir höfði.

Um framtíðarstarf er að ræða í 100% starfshlutfall frá og með 1. ágúst 2024 eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags FSL Félag stjórnenda í leikskólum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Starfar við hlið leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri og faglegu starfi leikskólans.
  • Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans.
  • Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins.
  • Sinnir þeim verkefnum sem varða stjórnun leikskólans sem leikskólastjóri felur honum hverju sinni.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið leikskólakennari
  • Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar æskileg
  • Stjórnunarreynsla í leikskóla mikilvæg
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Stundvísi og reglusemi
  • Góð íslenskukunnátta. 
Auglýsing stofnuð16. apríl 2024
Umsóknarfrestur30. apríl 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaFramúrskarandi
Staðsetning
Tjarnargata 12, 230 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Opinber stjórnsýslaPathCreated with Sketch.Samskipti með tölvupóstiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar