Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
Miðstöð menntunar og skólaþjónustu

Sérfræðingar í skólaþjónustu

Miðstöð menntunar og skólaþjónustu auglýsir stöðu sérfræðinga í skólaþjónustu. Sérfræðingar munu verða hluti af teymi um heildstæða nálgun í skólamenningu sem verður hluti af skólaþjónustu hjá nýrri stofnun.

Ef þú býrð yfir miklum áhuga og þekkingu á skólaþjónustu, bæði hér á landi og erlendis, ásamt þekkingu og áhuga á málefnasviðum stofnunarinnar þá er þetta starf fyrir þig. Við leitum að fólki sem hefur kraft, frumkvæði og býr yfir kærleiksmiðaðri hugsun, við viljum fólk sem verður með okkur í að stuðla að hvetjandi og jákvæðu starfsumhverfi.

Hjá okkur starfar samhentur hópur sem á það sameiginlegt að brenna fyrir því hlutverki að aðstoða skólasamfélagið við það mikilvæga verkefni að skapa umhverfi þar sem öll börn fá tækifæri til þess að njóta sín og blómstra. Nú leitum við að öflugri viðbót í þennan góða hóp.

Framundan eru spennandi tímar við að þróa nýja hugsun og nálgun hjá nýrri stofnun. Við hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu leggjum upp úr faglegu og skemmtilegu vinnuumhverfi og samstarfsfólki sem allt brennur fyrir umbótum og þróun í skólastarfi.

Sérfræðingar í skólaþjónustu heyra undir leiðtoga skólaþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Taka þátt í að móta stefnu innan sviðsins og forgangsröðun á verkefnum
  • Halda utan um framkvæmd á verkefnum tengdum fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu á heildstæðri nálgun í skólastarfi
  • Tryggja eftirfylgd og mat á árangri umbóta
  • Taka þátt í virku samráði við skólasamfélagið og aðra hagaðila um þróun, innleiðingu og eftirfylgd á heildstæðri nálgun í skólastarfi sem byggir á félags-og tilfinningaþroska barna
  • Vinna að ráðgjöf og fræðslu sem tengist kennslu, starfsháttum og starfstengdri leiðsögn
  • Taka þátt í þverfaglegu samstarfi hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu
  • Vinna náið með öðrum sviðum Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu að því að veita skólasamfélaginu framúrskarandi þjónustu  
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á meistarastigi sem nýtist í starfi
  • Hagnýt og fræðileg þekking á helstu viðfangsefnum sviðsins
  • Góð innsýn í skólasamfélagið og reynsla af samstarfi við ólíka hagaðila innan þess
  • Þekking og reynsla af þróun, innleiðingu og eftirfylgd verkefna
  • Reynsla af notkun tölfræðilegra gagna til umbóta í kennslu og skólastarfi
  • Mjög góð innsýn og þekking á réttindum og málefnum barna
  • Hæfni til miðlunar í töluðu og rituðu máli á íslensku
  • Innsýn í málefni og áherslur nýrrar stofnunar 
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og góð skipulagshæfni
Auglýsing stofnuð29. apríl 2024
Umsóknarfrestur10. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Víkurhvarf 3, 203 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar