Kópahvoll
Kópahvoll

Kópahvoll óskar eftir sérkennara/stuðning

Leikskólinn Kópahvoll óskar eftir sérkennara/stuðningi.

Kópahvoll er fjögurra deilda skóli með 74 börnum. Skólinn starfar samkvæmt aðalnámskrá leikskóla með áherslu á leikinn. Við skólann starfar reynslumikill hópur kennara og starfsmanna sem leggur áherslu á að gera góðan skóla betri alla daga. Stuðst er við hugmyndafræðina „Uppeldi til ábyrgðar“ í öllu okkar starfi. Unnið er með snemtæk íhlutun, vináttuverkefni Barnaheilla og lubbi finnur málbeinið. Leikskólinn er Réttindaskóli UNICEF. Þegar skóli gerist Réttindaskóli ákveður hann að skulbinda sig við að gera réttindi barna að raunveruleika eftir bestu getu. Vinna með Barnasáttmálann hefur bein áhrif á líf barna og er mikilvægt að sú vinna fljóti sem mest á milli þeirra uppeldisstofnanna sem barnið sækir.

Leikskólinn er staðsettur á fallegum stað við Víghólinn í Kópavogi sem er friðað leik- og útivistarsvæði.

Bætt starfsumhverfi barna og kennarar í leikskólum Kópavogs. Sjá nánar hér

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfi eða önnur uppeldismenntun.
  • Ábyrgð í starfi, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
  • Reynsla af skipulagningu sérkennslu og þjálfunar.
  • Góð Íslensku kunnátta

Ef ekki fæst leikskólakennari eða þroskaþjálfi verður ráðinn starfsmaður með aðra uppeldismenntun eða leiðbeinandi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Starfið felur í sér stuðning við börn með þroskafrávik.
  • Öflug teymisvinna þar sem hagsmunir barnsins ráða för.
  • Áhersla lögð á fagleg vinnubrögð.

Ráðningartími og starfshlutfall

  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
  • Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi

Frekari upplýsingar
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Þeir sem ráðnir eru til starfa í leikskólum Kópavogs þurfa að undirrita heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.

Nánari upplýsingar um leikskólann Kópahvol eru á: http://kopahvoll.kopavogur.is

Upplýsingar um starfið veita Halla Ösp Hallsdóttir, leikskólastjóri og Stefanía Finnbogadóttir, aðstoðarleikskólastjóri í síma 4416500 eða hallaosp@kopavogur.is.

Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um starfið.

Auglýsing stofnuð29. apríl 2024
Umsóknarfrestur21. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Bjarnhólastígur 26, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Þroskaþjálfi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar