

Deildarstjóri yngsta stigs óskast frá og með janúar 2026
Helgafellsskóli óskar eftir metnaðarfullum og faglegum deildarstjóra yngsta stigs frá og með janúar 2026.
Við leitum að einstaklingi með kennsluréttindi sem hefur metnað fyrir góðu, faglegur skólastarfi. Viðkomandi þarf að vera fær í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika og tilbúinn til að leiða gott faglegt starf.
Deildarstjóri yngsta stigs situr í stjórnendateymi skólans. Helstu verkefni eru að halda utan um faglegt starf yngsta stigs. Einnig að sjá um nemendamál og sitja í teymum sem varða nemendur. Deildarstjóri yngsta stigs heldur líka utan um forvarnarteymi skólans.
Helgafellsskóli er bæði leik- og grunnskóli. Í skólanum eru rúmlega 530 nemendur í 1. - 10. bekk og í fjórum leikskóladeildum.
Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2025. Mosfellsbær er öflugt og eftirsótt sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
"Við hvetjum áhugasöm til að sækja um óháð aldri, kyni, uppruna eða fötlun.“
- Leyfisbréf til kennslu
- Menntun og reynsla af stjórnun er æskileg
- Góð færni í samvinnu og samskiptum
- Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
- Áhugi á starfi með börnum og metnaður til að þróa öflugt skólastarf
- Góð íslenskukunnátta.












