
Seltjarnarnesbær
Á Seltjarnarnesi búa um 4700 manns og leggur Seltjarnarnesbær áherslu á að tryggja íbúum góða alhliða þjónustu.

Deildarstjóri stoðþjónustu/sérkennari - Mýró
Í Mýrarhúsaskóla eru um 340 nemendur í 1. – 6. bekk. Við skólann starfa um 60 manns og hefur skólinn á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki. Skólinn starfar samkvæmt hugmyndafræði Uppeldis til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga, sem stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat. Góð samskipti og samstarf starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila er forsenda þess að vel takist til við að byggja upp gott og mannvænt samfélag. Einkunnarorð skólans eru virðing - ábyrgð - vellíðan og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stýrir daglegu starfi og kennir innan stoðþjónustu skólans ásamt því að sinna starfsmannahaldi þar eins og við á
- Vinnur að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
- Stuðlar að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk
- Tekur þátt í uppbyggingu öflugrar liðsheildar á vinnustaðnum ásamt stjórnunarteymi
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Kennsluréttindi (Leyfisbréf fylgi umsókn)
- Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar er kostur
- Kennslureynsla af sérkennslu skilyrði
- Leiðtogafærni og vilji til að byggja upp sterka liðsheild
- Frumkvæði, jákvæðni og brennandi áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
- Mikil hæfni í mannlegum samskiptum
- Góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæði í vinnubrögðum og samviskusemi
- Stundvísi og samviskusemi
Fríðindi í starfi
- Heilsuræktarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Bókasafnskort
- Sundkort
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur29. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnes
Starfstegund
Hæfni
Kennari
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (7)

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri fagstarfs - Mýró
Seltjarnarnesbær

Deildarstjóri leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsmaður á leikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari, fullt starf
Seltjarnarnesbær
Sambærileg störf (12)

Skólastjóri í Patreksskóla
Vesturbyggð

Skólastjóri í Tálknafjarðarskóla
Vesturbyggð

Deildarstjóri í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Fagstjóri í hreyfingu
Leikskólinn Sumarhús

Deildarstjórar í nýjan leikskóla
Leikskólinn Sumarhús

Íþróttakennari óskast
Helgafellsskóli

Umsjónarkennari á miðstigi
Smáraskóli

Stjórnunarstöður í Auðarskóla skólaárið 2025-2026
Auðarskóli

Deildarstjóri Klettaskóla
Klettaskóli

Umsjónarkennari í 1. - 3. bekk í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli

Umsjónarkennari
Álftamýrarskóli

Forfallakennari í Álfhólsskóla
Álfhólsskóli