

Deildarstjóri
Vilt þú koma með í ævintýri?
Laust er til umsóknar starf deildarstjóra í Ævintýraborg við Eggertsgötu
Ævintýraborg við Eggertsgötu 35 er 5 deilda leikskóli með 85 börn á aldrinum 1-6 ára. Leikskólinn er mjög vel staðsettur, stutt í fjöruna, miðbæinn og Norræna húsið. Mjög spennandi tækifæri fyrir metnaðarfullt og skapandi fólk. Við erum Réttindaleikskóli og vinnum einnig eftir hugmyndafræði Reggio Emilia. Einkunnarorðin eru Vellíðan og Virðing.
Hér er myndband um Ævintýraborg: https://vimeo.com/802720959
Starfið er laust eftir áramót eða eftir samkomulagi.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu deildarstjóra, þ.m.t.:
- Að bera ábyrgð á uppeldis- og menntunarstarfinu sem fram fer á deildinni
- Stjórnun, skipulagning og mat á starfi deildarinnar
- Að bera ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá
- Að bera ábyrgð á foreldrasamvinnu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með börnum
- Leikskólakennaramenntun eða leyfisbréf kennara
- Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
- Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
- Hádegismatur
- Lægri leikskólagjöld fyrir starfsmenn
- Menningarkort
- 36 stunda vinnuvika
- Heilsustyrkur
- Samgöngustyrkur
- Sundkort
- Forgangur í leikskóla fyrir starfsmenn (ef lögheimili er í Rvk.)
Frekari upplýsingar um starfið veitir
Kristín Petrína Pétursdóttir leikskólastjóri
Netfang: [email protected]
Sími 695-2514
Íslenska










