
Verkefnastóri málörvunar
Leikskólinn Holt auglýsir eftir verkefnastjóra málörvunar í fullt starf, um tímabundna stöðu er að ræða. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni og lipurð í samskiptum og sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi. Mjög góð íslensku kunnátta er skilyrði.
Holt er sex deilda leikskóli, staðsettur í tveimur húsum (Stóra-Holt og Litla-Holt) í Völvufelli 7-9 í Breiðholti. Í starfinu er lögð áhersla á málörvun og fjölmenningu. Við erum samstarfsaðilar í verkefninu „Markviss málörvun í Fellahverfi" með leikskólanum Ösp og Fellaskóla. Þar er áherslan á málörvun barna og fræðsla fyrir starfsfólk og foreldra. Skólarnir í hverfinu eru í miklu samstarfi um menningu, mál og læsi í Fellahverfi. Einnig erum við að vinna með tannvernd, að efla félagsfærni barna og Vináttuverkefnið um Blæ bangsa. Lögð er áhersla á auðugt málumhverfi, vellíðan og starfsaðferðir sem mæta fjölbreytileika barnahópsins í leikskólanum, sem er með ríkan tungumála- og menningarbakgrunn.
- Skipuleggur og stýrir málörvunar verkefnum leikskólans í samráði við leikskólastjóra
- Er tengiliður við þá aðila sem tengjast málörvunar verkefnum innan leikskólans sem utan
- Sér um að gera áætlanir, mat og skýrslugerð sem tengjast málörvunar verkefnum
- Annast leiðbeiningu og ráðgjöf til þeirra starfsmanna sem við á, í samráði við leikskólastjóra
- Tekur þátt í samstarfi við aðrar stofnanir og aðila sem tengjast verkefnum málörvunar í samráði við leikskólastjóra
- Situr starfsmannafundi og aðra fundi er leikskólastjóri segir til um og varða verkefni málörvunar leikskólans
- Leikskólakennaramenntun og/eða reynsla af uppeldis- og kennslustörfum ungra barna
- Mjög góð hæfni í samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Lipurð og sveigjanleiki í starfi
- Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
- Góð íslenskukunnátta er skilyrði B2 að lágmarki
- Hreint sakarvottorð
36 stunda vinnuvika, sund- og menningarkort, heilsustyrkur, samgöngustyrkur, frítt fæði og frábærir vinnufélagar :)
Íslenska










