

Upplýsingatæknistjóri
Við leitum að öflugum og reynslumiklum upplýsingatæknistjóra sem er tilbúinn að leiða tækniteymi PwC í krefjandi og alþjóðlegu umhverfi. Starfið felur í sér umfangsmikla ábyrgð á stefnumótun og samhæfingu við alþjóðlegar stefnur og reglur PwC International.
Upplýsingatæknistjórinn ber ábyrgð á öllu sem varðar upplýsingatæknimál hjá félaginu, þar á meðal stjórnun upplýsingatæknideildar, verkefnastjórnun, innleiðingu á nýjum tæknilausnum, uppfærslum á hugbúnaði og kerfum, sem og yfirumsjón með kerfisrekstri og rekstri alls búnaðar. Starfið krefst náinna samskipta við PwC International og upplýsingatæknistjóri tryggir að tenging við alþjóðleg teymi séu skilvirk og í samræmi við öryggisáherslur og gæðakröfur. Þá tekur viðkomandi þátt í öryggis- og gæðamálum í samstarfi við áhættustjóra til að tryggja að allir ferlar séu öruggir og standist háar gæðakröfur PwC.
Upplýsingatæknistjórinn hefur yfirumsjón með samningum við þjónustuaðila og PwC International sem tengjast tækjakaupum, tæknilausnum og þróun tækniumhverfisins.
Þetta er spennandi og krefjandi hlutverk sem kallar á framúrskarandi forystuhæfileika og reynslu af störfum í flóknu alþjóðlegu umhverfi.
Stjórnun:
- Samræming á stefnu upplýsingatæknimála og öryggismála PwC á Íslandi við stefnu PwC International.
- Mótun og fylgni við stefnu í öryggis- og kerfismálum í samráði við aðra stjórnendur PwC.
- Umsjón með samskiptum við PwC International varðandi upplýsingatækni.
- Innkaup og yfirumsjón með samningum varðandi uppýsingatæknimál.
- Yfirumsjón með öllum verkefnum upplýsingatæknideildar.
- Tryggja hæfni starfsmanna og stuðla að þróun þeirra með þekkingaröflun og þjálfun.
Rekstur og umsjón kerfa:
- Umsjón með hugbúnaðarlausnum og kerfisrekstri, þar á meðal skýja-, hýsinga- og öryggislausnum.
- Rekstur og umsjón netkerfis, vélarsals, varaaflskerfi og afritunararlausnar.
- Umsjón með öryggismálum sem tengjast upplýsingatækni félagsins.
- Innleiðing nýrra tækni- og hugbúnaðarlausna.
- Umsjón með þjónustuborði UT-deildar og öryggiskerfum skrifstofa félagsins.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. á sviði tölvunarfræði, kerfisfræði, verkfræði eða tengdra greina.
- Leiðtogahæfileikar, góð samskiptahæfni og lausnamiðuð nálgun.
- Reynsla af stjórnun í alþjóðlegu umhverfi.
- Geta til að leiða teymi og verkefni í umbreytingarferlum.
- Geta til að tileinka sér alþjóðlegt regluverk og hæfni til að vinna innan þess.
- Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli.













