Javelin ehf.
Javelin ehf.
Javelin ehf.

Yfirkennari og fræðslustjóri í gervigreind

Um Javelin AI: Javelin AI aðstoðar einstaklinga sem og fyrirtæki við að nýta gervigreind. Við sérhæfum okkur í notkun mállíkana (LLM) á borð við ChatGPT, Gemini og Claude. Starfsemin okkar snýr að því að hanna og halda námskeið og vinnustofur, greina og endurbæta verkferla og þróa og styðja við teymi í að tileinka sér ný vinnubrögð á öruggan og skilvirkan hátt.

Um starfið: Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á menntun og miðlun þekkingar.

Þú hefur ekki aðeins djúpa þekkingu á gervigreind heldur hefur þú framúrskarandi hæfni til að kynna tæknileg viðfangsefni á aðgengilegan og hvetjandi hátt. Sem fræðslustjóri munt þú leiða þróun á fræðslustarfi Javelin AI, móta kennsluaðferðir, tryggja gæði alls námsefnis og verður einnig leiðbeinandi á námskeiðum og vinnustofum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mótun og yfirumsjón með fræðslustarfi Javelin AI.
  • Gæðastjórnun og stöðug þróun á námsefni og kennsluaðferðum.
  • Vera í forsvari fyrir kennslu á vegum fyrirtækisins, flytja námskeið og vinnustofur af öryggi og færni og vera fyrirmynd annarra leiðbeinenda.
  • Vera andlit og fagleg rödd Javelin AI út á við í fræðslumálum. Koma fram á viðburðum, skrifa greinar og taka virkan þátt í umræðu til að byggja upp ímynd fyrirtækisins sem leiðtoga á sínu sviði.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Þú býrð yfir djúpri þekkingu og brennandi áhuga á gervigreind, þar með talið hagnýtri reynslu af nýjustu mállíkönum á borð við ChatGPT, Gemini og Claude.
  • Þú hefur staðgóða reynslu og/eða menntun í kennslu, fræðslustjórnun eða kennslufræðum.
  • Þú hefur framúrskarandi færni í miðlun og framsögn og getur útskýrt flókin viðfangsefni á einfaldan og aðgengilegan hátt.
  • Þú ert drifin/n/ð áfram af árangri, sýnir frumkvæði og hefur metnað til að byggja upp framúrskarandi fræðslustarf.
  • Þú hefur góðan skilning á þörfum atvinnulífsins og reynslu af því að greina fræðsluþarfir.

Við bjóðum:

  • Einstakt tækifæri til að starfa á framlínu gervigreindarbyltingarinnar á Íslandi.
  • Lykilhlutverk í að móta og leiða fræðslustarf spennandi fyrirtækis.
  • Sveigjanlegan og nútímalegan vinnustað þar sem nýjar hugmyndir eru vel þegnar.
  • Tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif á þekkingarstig íslenskra fyrirtækja.
  • Samkeppnishæf laun.

Aðrar upplýsingar:

Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2025. Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, í gegnum netfangið [email protected]. Við hvetjum öll sem eru áhugasöm til að sækja um.

Advertisement published12. August 2025
Application deadline3. September 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Advanced
Location
Bæjarlind 2, 201 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags