Rent-A-Party
Rent-A-Party
Rent-A-Party

Rekstrarstjóri Rent-A-Party

    Rekstrarstjóri Rent-A-Party

    Við erum að leita að kraftmiklum, skipulögðum og þjónustumiðuðum einstaklingi til að gegna starfi rekstrarstjóra.
    Starfið felst m.a. í því að skipuleggja og stýra afhendingum og uppsetningum á búnaði, ásamt því að hafa umsjón með starfsfólki. Rekstrarstjóri er ábyrgur fyrir ástandi leigubúnaðar og sér til þess að allur búnaður sé í fullkomnu standi.
    Rekstrarstjóri ber jafnframt ábyrgð á að öllum gæðastöðlum sé fylgt eftir þegar kemur að þjónustu og samskiptum við viðskiptavini fyrirtækisins.

    Um fullt starf er að ræða og þarf viðkomandi að geta verið nokkuð sveigjanlegur varðandi vinnutíma. Þar sem að verkefni á þessu sviði eru flest um helgar þarf að gera ráð fyrir helgarvinnu.

    Menntunar- og hæfniskröfur:

    • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.

    • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.

    • Framúrskarandi þjónustulund og mikil hæfni í mannlegum samskiptum.

    • Almenn tæknikunnátta er nauðsynleg.

    • Góð tölvukunnátta s.s. Word, Excel, tölvupóstur o.fl.

    • Reynsla af stjórnunarstörfum er æskileg.

    Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

    Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda hér í gegnum ráðningarkerfi Alfreðs. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

    Um Rent-A-Party

    Rent-A-Party sérhæfir sig í leigu á öllum þeim búnaði sem getur gert viðburði flottari, skemmtilegri og eftirminnilegri, ásamt smásölu á tilheyrandi vörum. Við leggjum mjög mikla áherslu á að veita fyrsta flokks þjónustu.

    Advertisement published14. August 2025
    Application deadlineNo deadline
    Language skills
    EnglishEnglish
    Required
    Expert
    IcelandicIcelandic
    Required
    Expert
    Location
    Vesturvör 32B, 200 Kópavogur
    Type of work
    Skills
    PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.Email communicationPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.Project managementPathCreated with Sketch.Customer service
    Professions
    Job Tags