

Svefn leikskólabarna
Á þessu fræðslunámskeiði verður leitast við að svara algengum spurningum umönnunaraðila um svefn barna á leikskólaaldri. Af hverju er svefn mikilvægur? Hversu mikinn svefn þurfa börn að jafnaði? Hvað telst til svefnerfiðleika? Hvaða umhverfisþættir geta ýtt undir og viðhaldið svefnerfiðleikum? Hvaða hlutverk spilar daglúrinn og hvenær á að taka hann út? Hvað eru góðar svefnvenjur? Hvað er til ráða ef barn fæst ekki í rúmið, er lengi að sofna, þarf aðstoð við það eða getur ekki sofið í sínu rúmi? Þetta eru spurningar sem allir umönnunaraðilar barna á leikskólaaldri ættu að geta nýtt sér svör við, sama hvort þeir eiga börn á leikskólaaldri sem eru að glíma við svefnerfiðleika eða vilja fyrirbyggja að eðlilegar svefntruflanir endi sem langvarandi svefnerfiðleikar.