
Rafmennt

Stafrænar eftirlitsmyndavélar
Á námskeiðinu verður farið ítarlega í uppbyggingu og hönnun stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa.
Nemendur munu kynnast undirstöðuatriðum eins og þjöppun, upplausn myndavéla, gagnastærðum og myndflögum. Fjallað verður um tengingar við netlægan upptökubúnað og val á geymslumiðlum fyrir upptökur.
Kennslan mun innihalda yfirlit yfir mismunandi myndavélakerfi og uppbyggingu þeirra, ásamt kynningu á algengustu hugbúnaðarkerfum sem notuð eru í eftirlitsmyndavélakerfum. Nemendur fá innsýn í myndgreiningu og notkun myndgreiningarhugbúnaðar, og námskeiðið mun veita yfirlit og dæmi um notkun stafrænna eftirlitsmyndavélakerfa í raunverulegum aðstæðum.
Hefst
19. sept. 2025Tegund
StaðnámTímalengd
1 skiptiVerð
31.200 kr.Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar