

CompTIA Network+ - Grunnur að netkerfum
Þetta fjölbreytta og hagnýta námskeið er ætlað öllum sem vilja öðlast traustan grunn í netkerfum og undirbúa sig fyrir alþjóðlega vottun CompTIA Network+. Námskeiðið hentar sérstaklega þeim sem vilja öðlast víðtækan skiling á netkerfum, greina og leysa vandamál og vilja starfa við netkerfi eða styrkja færni sína til frekara náms í upplýsingatækni, s.s. CCNA eða netöryggisgreinum.
Markmiðið er að nemendur skilji hvernig tölvusamskipti fara fram yfir net og öðlist djúpan skilning á samskiptum milli netbúnaðar – t.d. leiðarstjóra (routers), skipta (switches) og netþjóna (servers). Þeir sem ljúka námskeiðinu með góðum árangri verða færir um að greina og leysa algeng vandamál í netkerfum og vísa flóknari málum. Þá eru nemendur einnig hvattir og búnir undir að afla sér frekari þekkingar á eigin forsendum.