

Gervigreind fyrir kennara
Gervigreind er mikið í umræðunni og sífellt fleiri nýta hana í daglegu lífi og starfi – menntakerfið er þar engin undantekning.
Á þessu námskeiði lærir þú um gervigreind og hvernig þú getur nýtt hana í kennslu á skapandi, ábyrgan og árangursríkan hátt. Kennslan er hagnýt og lögð er rík áhersla á samvinnu og samstarf. Þú kynnist verkfærum sem einfalda undirbúning, kennslu og námsmat, sem styður við markvissa og skapandi kennsluhætti.
Þátttakendur kynnast skapandi gervigreind (e. generative AI) á borð við ChatGPT og hvernig þeir geta eflt eigið gervigreindarlæsi til þess að hámarka notagildi gervigreindar í eigin kennslu og starfi en einnig hvernig þeir geta eflt gervigreindarlæsi nemenda sinna.
Námskeiðið byggir á stuttum erindum kennara með hagnýtum dæmum. Þátttakendur spreyta sig einnig á verkefnum tengdum notkun gervigreindar í námi og kennslu bæði ein og í hópum undir handleiðslu kennara.