

Að ferðast ein um heiminn
Að ferðast ein eða einn er stórkostlegur ferðamáti. Það felur í sér mikið frelsi en á sama tíma nokkrar áskoranir. Á þessu námskeiði verður fjallað um hvað ber að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð úti í hinum stóra heimi og hvers konar ævintýri bíða þeirra sem þora.
Að ferðast ein eða einn er allt öðruvísi en að vera með öðrum á ferð. Við höfum frelsi til að gera það sem hugurinn vill hverju sinni án þess að hafa áhyggjur af öðrum. Við þurfum ekki að bíða eftir því að finna ferðafélaga, við þurfum ekki að laga okkur að áhuga og óskum annara varðandi áfangastað, gististað, mataröflun og tímasetningar. Við förum þegar okkur langar til og við gerum það sem við viljum gera og það er frábært! Ævintýrin bíða okkar handan við hornið og við skoðum hvað þarf að hafa sérstaklega í huga þegar við erum ein á ferð.