Kóraskóli
Kóraskóli
Kóraskóli

Skólastjóri Kóraskóla

Leitað er að öflugum skólastjóra í Kóraskóla sem hefur góða hæfni í samskiptum og samstarfi, vilja til að þróa framsækið skólastarf, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Hlutverk skólastjóra er að vera faglegur leiðtogi og byggja upp jákvæðan skólabrag og skapandi skólastarf sem er í stöðugri þróun í samvinnu við nemendur, starfsfólk, foreldra og skólayfirvöld.

Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. – 10. bekk og um 30 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.

Um er að ræða spennandi starf fyrir framsækinn einstakling sem vill leiða uppbyggingu og mótun skólastarfs, börnum til heilla.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi skólans
  • Veitir faglega forystu og leiðir framsækið og skapandi skólastarf í samræmi við grunnskólalög, aðalnámskrá grunnskóla og skólastefnu Kópavogsbæjar
  • Stuðlar að velferð og vellíðan nemenda og starfsfólks
  • Samstarf við aðila menntasviðs Kópavogsbæjar
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Kennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Kennslureynsla á grunnskólastigi
  • Framhaldsmenntun (diplóma að lágmarki) á sviði uppeldis- og menntunarfræða, stjórnunar eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu, nýbreytni og þróun í skólastarfi
  • Reynsla af rekstri skóla og gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana er æskileg
  • Leiðtogahæfni, góð hæfni í samskiptum og skipulagshæfileikar
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins

Auglýsing stofnuð15. apríl 2024
Umsóknarfrestur29. apríl 2024
Staðsetning
Vallakór 12
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar