Brúarskóli
Brúarskóli

Skólastjóri - Brúarskóli

Vilt þú taka þátt í samstarfi um að láta draumana rætast?

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og hefur víðtæka reynslu og þekkingu á grunnskólastarfi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á skólastarfi, skólaþróun og skólastjórnun og mannlegum samskiptum. Mikilvægt er að viðkomandi geti leitt umbætur og framþróun til framtíðar í samræmi við rannsóknir, sem taka mið af nemendahópi skólans, og við stefnumótun borgarinnar sem og óskir og þarfir skólasamfélagsins alls.

Brúarskóli er sérskóli staðsettur í Öskjuhlíðinni, í nánd við Sólland, og Fossvogskirkjugarð. Greiðar gönguleiðir eru í einu fallegasta útivistarsvæði borgarinnar; Öskjuhlíðinni og Nauthólsvíkinni. Nemendafjöldi er milli 30 og 40 í 4. – 10. bekk og starfsmenn eru tæplega 50. Skólinn er tímabundið úrræði fyrir nemendur og starfar á fjórum stöðum, í Vesturhlíð, Grafarvogi, Dalbraut (við BUGL) og Stuðlum. Í starfinu er lögð áhersla á félagsfærni, samskipti og jákvæða uppbyggingu hvers einstaklings. Meðal annars er unnið út frá áfallamiðaðri nálgun, atferlisstefnu um mótun hegðunar og út frá styrkleikum hvers og eins. Allir nemendur eru með einstaklingsbundin markmið bæði í námi og félagsfærni.

Virðing, jákvæðni og ábyrgð eru gildi skólans. Lögð er áhersla á að þessi hugtök setji mark sitt á allt skólastarf. Mikið samstarf er við allt skólasamfélagið vegna inntöku og útskriftar nemenda.

Brúarskóli hefur á að skipa öflugu starfsfólki. Hann er þátttakandi í Heilsueflandi grunnskóla. Í skólanum er góður starfsandi, teymisvinna og stuðningur við nýtt starfsfólk. Mikil áhersla er á fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem tekið er tillit til ólíkra þarfa nemenda og námsumhverfið sé aðlaðandi og við hæfi. Samstarf heimila og skóla er mikið og er lögð er mikill áhersla á virkt samstarf og upplýsingarflæði milli skóla og heimila.

Markmið Brúarskóla er að vera ætíð framúrskarandi skóli þar sem boðið er upp á vandað nám í félagsfærni, samskiptum og grunni í bóklegum og verklegum greinum út frá stöðu hvers og eins. Áhersla er á að efla styrkleika nemenda, sjálfstæði og frumkvæði í námi, félagslegu athæfi og búa þá undir lífið þannig að styrkleikar þeirra nýtist þeim sem allra best í lífinu. Stefna skólans tekur tillit til mannréttinda samkvæmt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita skólanum faglega forystu og starfa samkvæmt framtíðarstefnu hans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og stefnumótun Reykjavíkurborgar í samstarfi við nemendur, starfsfólk og foreldra.
  • Samvinna og samstarf við stofnanir eins og t.d. Skóla- og frístundasvið, Barnavernd, Velferðarsvið og heilbrigðisstofnanir.
  • Eftirfylgni og (seta í teymum) með teymisfundum og samstarfi.
  • Dagleg umsýsla nemendamála.
  • Að vinna að starfsþróun innan skólans.
  • Að vinna að öflugu samstarfi innan skólasamfélagsins.
  • Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans. Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
  • Bera ábyrgð á samstarfi allra aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
  • Viðbótarmenntun og eða reynsla í sérkennslufræðum æskileg.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg.
  • Reynsla af faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
  • Góð fagleg þekking á hegðunar- og atferlisvanda æskileg.
  • Færni til að leita nýrra leiða í skólastarfi og leiða framsækna skólaþróun.
  • Reynsla af fjölbreyttum kennsluháttum með hliðsjón af þörfum nemenda.
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar
  • Þekking á þjónustukerfi og annarra stofnana eins og Barnvernd, velferðarsviði og heilbrigðisstofnanna.
  • Færni í áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Framúrskarandi lipurð og hæfni í samskiptum.
Auglýsing stofnuð10. maí 2024
Umsóknarfrestur14. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Vesturhlíð 3, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar