Heimilistæki ehf

Heimilistæki ehf

Meiri gæði — aukin þekking — betri þjónusta
Heimilistæki ehf
Um vinnustaðinn
Heimilistæki rekur 5 verslanir víðsvegar um landið; í Reykjavík, Selfossi, Reykjanesbæ, Akureyri og Egilsstöðum. Markmið Heimilistækja er að bjóða upp á framúrskarandi vöruúrval sambærilegt því sem gerist í stærstu verslunum erlendis en á sama tíma að veita mjög góða og persónulega þjónustu.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2019

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn
Suðurlandsbraut 26, 108 Reykjavík
Jafnlaunastefna
Heimilistæki leggur áherslu á að greiða jöfn laun og veita sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu, óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum.
Þjónustustefna
Við leggjum mikið upp úr því að veita góða þjónustu. Því teljum við ekki síður mikilvægt fyrir góðan sölufulltrúa að hafa ríka þjónustulund. Við bjóðum reglulega upp á vörufræðslufundi fyrir starfsfólk svo það geti aukið sjálfsöryggi og þekkingu sína í starfi.

51-200

starfsmenn

Skemmtun

Hluti af því að skapa jákvætt og vinalegt starfsumhverfi er að hrista reglulega saman starfshópinn og bjóða upp á reglulega skemmtun. Árlegir viðburðir eru til dæmis glæsileg árshátíð, jólahlaðborð, keilumót, golfmót og fleiri smærri viðburðir á vegum starfsmannafélagsins.

Mannauðsstefna
Við getum stolt sagt frá því að meðalstarfsaldur í Heimilistækjum er 12 ár, út frá því má áætla að starfsánægja hjá okkar starfsfólki sé þónokkur. Stefna Heimilistækja er að þar starfi metnaðarfullt og þekkingarsækið starfsfólk sem skilar sér í jákvæðu og vinalegu starfsumhverfi.