Borgarbyggð
Borgarbyggð
Borgarbyggð

Verkstjóri í áhaldahús Borgarbyggðar

Sveitarfélagið Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar 100% starf verkstjóra í áhaldahúsi. Leitað er eftir öflugum og drífandi einstaklingi sem sýnir metnað og frumkvæði í starfi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi.

Verkstjóri sinnir fjölbreyttum verkefnum í samráði við rekstrarstjóra áhaldahússins sem snýr að umhverfis og ásýnd sveitarfélagsins. Megin verkefni áhaldahússins eru framkvæmdir vegna viðgerða á götum og gangstéttum, vetrarþjónusta, umhirða á opnum svæðum o.fl.

Starfið krefst góðrar samvinnu og samstarfs við rekstrarstjóra áhaldahúss og starfsmenn sveitarfélagsins, stofnanir þess, sem og íbúa, iðnaðarmenn, verktaka, opinbera aðila og aðra er málið varðar. Verkstjóri hefur umsjón með árstíðabundnum verkefnum og er staðgegnill rekstrarstjóra í fjarveru hans.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umhirða og hreisnun opinna svæða. 
  • Vetrarþjónusta sveitarfélagsins, snjómokstur og söltun. 
  • Viðhald og minni viðgerðir á tækjum, vinnuvélum og áhöldum áhaldahússins. 
  • Viðhald gatna, gangstétta, umferðamannvirkja, gönguleiða og annarra verklega framkvæmda. 
  • Flutningur og þjónusta við stofnanir sveitarfélagsins. 
  • Utanumhald um tækjaþjónustu á vegum sveitarfélagsins. 
  • Önnur tilfallandi verkefni. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Ríkuleg þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Gilt ökuskírteini
  • Áhersla lögð á vandvirkni og nákvæmni í öllum störfum
  • Hæfni til að starfa sjálfstætt, skipulagshæfileikar og nákvæmni við skráningu gagna
  • Framúrskarandi íslenskukunnátta og góð enskukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.
Auglýsing birt18. júlí 2025
Umsóknarfrestur3. ágúst 2025
Laun (á mánuði)1 kr.
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sólbakki 4, 310 Borgarnes
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Fljót/ur að læraPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HandlagniPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Líkamlegt hreystiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar