

Verkfæravörður
Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila með sveinspróf í bifvélavirkjun eða reynslu af viðgerðum til að sinna almennu viðhaldi og viðgerðum á búnaði verkstæðis, ásamt innkaupum, umsjón með rekstrarvörum og verkfærum, og því að sinna sendiferðum eftir þörfum.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
- Almenn viðhalds og viðgerðarvinna á tækjum og búnaði verkstæðis
- Innkaup og umsjón með rekstarvörum og verkfærum
- Sendiferðir fyrir verkstæði
- Sveinspróf í bifvélavirkjun eða reynsla af viðgerðum
- Rík þjónustulund og samstarfshæfni
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
- Almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
- Ökuréttindi
- Vertu hluti af hratt vaxandi, alþjóðlegu fyrirtæki með þekkt bílamerki
- Starfaðu með stuðningsríku og samvinnuþýðu teymi sem leggur áherslu á nýsköpun, fjölbreytileika og faglegt vinnuumhverfi
- Tækifæri til að þróa feril þinn innan alþjóðlegs fyrirtækis
Íslenska
Enska










