Steypustöðin
Steypustöðin
Steypustöðin

Verkefnastjóri

Steypustöðin leitar að drífandi og jákvæðum verkefnastjóra. Starfið er unnið á virkum dögum og getur starfsstöðin verið í Reykjavík sem og í Borgarnesi. Verkefnastjóri ber ábyrgð á og fylgir eftir að verksamningar séu fullnustaðir. Verkefnastjóri gerir viðeigandi ráðstafanir til að verkefni standi tímaáætlun verksamnings og heldur utanum þau frávik sem kunna að verða og hafa áhrif á samningsliði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Rekstur verklegra framkvæmda, s.s. eftirlit með verkframvindu, eftirlit með kostnaðarframvindu og tímalínu verkefna
  • Undirbúningur verkefna
  • Upplýsingagjöf og samskipti við aðila verksamnings, innri byrgja og undirverktaka
  • Utanumhald um breytingar í verkum, og tilkynningar þar af lútandi
  • Magntökur, efnispantanir og undirbúningur verklegra framkvæmda
  • Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði tækni-, byggingarfræði eða verkefnastjórnunar
  • Reynsla á verkefnastýringu er kostur
  • Þekking og reynsla af tölvutengdum forritum sem nýtast við starfið
  • Góð íslensku og enskukunnátta
  • Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
  • Sterk öryggis- og gæðavitund ásamt góðri samstarfs og samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
  • Fjölbreytt og krefjandi verkefni
  • Námskeið og fræðsla
  • Hádegismatur
  • Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
  • Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt16. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Engjaás 2, 310 Borgarnes
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar