TNF Ísland ehf
TNF Ísland ehf
TNF Ísland ehf

Vaktstjóri í verslun The North Face á Hafnartorgi

Ertu með jákvætt viðmót, brennur fyrir útivist og vilt vera hluti af kraftmiklu teymi? Útilíf leitar að drífandi og skemmtilegum vaktstjóra í verslun okkar The North Face á Hafnartorgi

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með daglegri starfsemi verslunar
  • Halda utan um og skipuleggja teymi á vakt
  • Styðja og þjálfa starfsfólk í verslun
  • Áfylling og framsetning vara í verslun
  • Halda verslun snyrtilegri
  • Tryggja góða þjónustu til viðskiptavina
  • Þátttaka í söluteymi sem vinnur að settum markmiðum 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hefur metnað til að leiða teymi starfsfólks
  • Brennur fyrir þjónustu og sölu
  • Hefur áhuga á útivist, heilbrigðum lífsstíl og hreyfingu
  • Býrð yfir góðu skipulagi
  • Ert stundvís, sýnir áreiðanleika og hefur vilja til að axla ábyrgð
  • Talar góða íslensku og ensku 

Reynsla af stjórnunar- eða vaktstjórastarfi er kostur – en ekki skilyrði. Mikilvægast er að þú hafir góða samskiptahæfileika og viljir læra. 

Fríðindi í starfi
  • Skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi
  • Tækifæri til að vaxa og taka meiri ábyrgð
  • Að vinna með sterkum vörumerkjum og áhugasömu fólki
  • Afsláttarkjör hjá Útilíf 
Auglýsing birt18. júlí 2025
Umsóknarfrestur27. júlí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Hafnartorg
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.VaktaskipulagPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar