
Brimborg
Brimborg er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á bílamarkaði með umboð fyrir mörg af þekktustu bílamerkjum heims eins og Volvo, Ford, Polestar, Mazda, Citroën, Peugeot og Opel ásamt Volvo vörubílum, Volvo vinnuvélum og Volvo Penta bátavélum. Brimborg er umsvifamikið í innflutningi, sölu, þjónustu og útleigu á farar- og flutningatækjum til atvinnurekstrar eða einkanota og býður meðal annars hjólbarða frá Nokian og útleigu bíla frá Dollar og Thrifty. Fyrirtækið rekur í dag bílaumboð, bílasölu fyrir fólksbifreiðar, atvinnubíla- og atvinnutæki, bílaleigu og víðtæka varahluta- og verkstæðisþjónustu fyrir bíla og atvinnutæki.
Starfsstöðvar Brimborgar eru í dag átta talsins í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Akureyri. Þótt auður hvers fyrirtækis felist að miklu leyti í góðu skipulagi og rekstri er mannauðurinn ekki síður mikilvægur. Þar hefur Brimborg miklu láni að fagna og margir af ríflega 300 starfsmönnum fyrirtækisins hafa starfað hjá því í yfir 20 ár. Þetta er þrautþjálfað fólk með mikla reynslu og þekkingu og slík tryggð starfsmanna við fyrirtæki í harðri samkeppni er ómetanleg.
Brimborg býður upp á breitt úrval starfa, tímabundin sem og ótímabundin og tökum vel á móti nemum til okkar sem hyggjast stefna að fagmennsku í bifvélavirkjun og/eða vélvirkjun. Öll okkar verkstæði eru gæðavottuð frá Bílgreinasambandinu en Brimborg rekur alls 10 verkstæði.

Söluráðgjafi hjá Brimborg Akureyri
Mazda-Citroën-Peugeot-Opel-Ford-Volvo-Polestar á Tryggvabraut 5, Akureyri
Brimborg óskar eftir hæfileikaríkum og kraftmiklum söluráðgjafa til að þjónusta viðskiptavini við kaup á nýjum og notuðum bílum. Þetta er einstakt tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling með framúrskarandi söluhæfileika og sterka þjónustulund til að starfa í lifandi, skemmtilegu og krefjandi umhverfi. Við leitum að færum liðsfélaga sem finnst markmiðadrifið og tæknivætt umhverfi spennandi, sýnir alúð í öllu sem hann gerir, er samviskusamur og hefur brennandi metnað fyrir vörumerkjum Brimborgar.
Við bjóðum
- Nýjustu bíltækni og framúrskarandi vinnuaðstöðu
- Öflugt starfsmannafélag sem skipuleggur fjölbreytta viðburði og félagsstarf
- Fjölskylduvænan vinnustað með styttri vinnuviku – engin helgarvinna og styttri föstudagur
Metnaðarfull stjórnun & gæðaviðurkenningar
- Skýr sýn og markviss leiðsögn
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup – Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutímans
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sala og ráðgjöf við kaup á nýjum bílum
- Sala, ráðgjöf og uppítaka á notuðum bílum
- Skráning og eftirfylgni viðskiptatækifæra í CRM‑kerfi
- Tilboðs‑ og skjalagerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi söluhæfileikar, þjónustulund og samskiptahæfni
- Frumkvæði í starfi, sjálfstæð vinnubrögð, snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleiki, áreiðanleiki og vönduð vinnubrögð
- Færni í notkun upplýsingatæknikerfa (CRM o.fl.)
- Góð íslensku‑ og enskukunnátta
- Gilt bílpróf
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt fríðindi samkvæmt mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vöru og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta‑ og heilsustyrkur
Auglýsing birt18. júlí 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Tryggvabraut 5, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
CRMFrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNavisionÖkuréttindiSamviskusemiSkipulagSölumennskaStundvísiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Egilsstaðir: Söluráðgjafi í verslun
Húsasmiðjan

Þjónusta - Apótek Hafnarfjarðar
Apótek Hafnarfjarðar

Viltu verða Kaupmaður í Kron skóbúð?
Kron

Starfsmaður í hlutastarf í Marc O'Polo
Marc O'Polo Kringlunni

A4 Skeifan – Skemmtilegasta vinnan!
A4

Vefverslun - Hlutastarf
GG Sport

Söluráðgjafi rafbúnaðar hjá Johan Rönning
Johan Rönning

BYKO Akureyri - Sölufulltrúi í hólf og gólf
Byko

Starfskraftur í langtíma- og sendibílaleigu Brimborgar
Saga bílaleiga

Sölufulltrúi í Icewear Hveragerði
ICEWEAR

Icewear Þingvöllum óskar eftir starfsfólki
ICEWEAR

Starfsmaður í Garðaland - fullt starf
BAUHAUS slhf.