Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Vaktmaður í APOC

Við óskum eftir að ráða einstakling til starfa í APOC sem stjórnstöð Keflavíkurflugvallar. Í APOC fer fram eftirlit og samhæfing daglegs rekstrar flugvallarins. Um er að ræða krefjandi og skemmtilegt starf í fjölbreyttu umhverfi á Keflavíkurflugvelli. Unnið er á dagvöktum samkvæmt 5-5-4 vaktakerfi.

Helstu verkefni

  • Úthlutun loftfararstæða og annarra innviða
  • Eftirlit og samræming daglegs rekstrar Keflavíkurflugvallar
  • Eftirlit með kerfum, fasteignum og búnaði

Hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli
  • Góð tækni- og tölvukunnátta er skilyrði
  • Góðir samskipta- og skipulagshæfileikar

Starfsstöð: Keflavíkurflugvöllur

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Freyr Borgarsson, deildarstjóri, [email protected]

Umsóknafrestur er til og með 1.september 2025. Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Auglýsing birt15. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Almenn tæknikunnáttaPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar