Akureyri
Akureyri
Akureyri

Umsjónarmaður frístundar við Naustaskóla á Akureyri

Við Naustaskóla er laus til umsóknar 70% ótímabundin staða umsjónarmanns frístundar. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2024. Vinnutími er frá kl. 11:00 – 16:15.

Í Naustaskóla er er lögð áhersla á jákvæðan aga, teymiskennslu, námsaðlögun og faglegt samstarf. Kennarar kenna saman á opnum svæðum og skapa saman lærdómssamfélag með sérstakri áherslu á að koma til móts við hvern og einn nemanda.

Einkunnarorð Naustaskóla eru „Námsaðlögun – Athvarf – Umhyggja – Samvinna – Táp og fjör – Allir með!“

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn www.naustaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjónarmaður frístundar ber faglega ábyrgð á starfsemi hennar og hefur umsjón með starfinu sem unnið er að skólatíma loknum.
  • Umsjónarmaður þarf að sjá um skráningar í tölvukerfi og vera í samvinnu við kennara yngstu nemenda skólans.
  • Umsjónarmaður ber ábyrgð á því að koma upplýsingum um starfsemi frístundar til foreldra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun (BA, BS, B.Ed) eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með börnum.
  • Frumkvæði og samstarfsvilji.
  • Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum.
  • Góðir skipulagshæfileikar.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Reglusemi og samviskusemi.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing stofnuð3. maí 2024
Umsóknarfrestur16. maí 2024
Tungumálakunnátta
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Hólmatún 2, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamvinnaPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar