

Umönnun framtíðarstarf- Hrafnista Nesvellir
Ert þú samviskusamur og drífandi einstaklingur í leit að skemmtilegu og spennandi framtíðarstarfi? Langar þig að starfa við að gera líf annarra innihaldsríkara og hafa raunveruleg áhrif í vinnunni? Þá erum við mögulega að leita að þér!
Hrafnista Nesvellir leitar að öflugu starfsfólki í fjölbreytt umönnunarstörf. Mikilvægt er að viðkomandi geti unnið dagvaktir í bland við aðrar vaktir. Framundan eru spennandi tímar á Nesvöllum en í vetur fer heimilið úr einni deild með 60 íbúa í þrjár deildir með samtals 140. Um leið flytja íbúar á Hrafnistu Hlévangi yfir á Nesvelli.
Kostur er ef viðkomandi getur hafið störf í kringum 1. desember til að aðstoða við undirbúning opnunarinnar sem og til að fá viðeigandi nýliðafræðslu.
- Aðstoða íbúa við allar athafnir daglegs lífs
- Sinna félagslegum þörfum íbúa
Starfsfólk í umönnun sinnir fjölbreyttum verkefnum og er enginn vinnudagur eins. Það starfar náið með íbúum og aðstoðar þá meðal annars við fataskipti, böðun, salernisferðir, matmálstíma, lyfjainntöku og félagslegan stuðning.













