
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Tónlistarkennari óskast
Tónlistarskóla Fjarðabyggðar vantar píanókennara í 100% stöðu. Aðalstarfsstöð verður í Neskaupstað. Ráðið er í starfið frá 1. nóvember 2025.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla nemenda í samræmi við þarfir þeirra og samkvæmt aðalnámskrá og skólanámskrá.
- Undirbúningur nemenda fyrir próf, tónleika, tónfundi, sýningar og aðra tónlistarviðburði.
- Skipulag og utanumhald á kennslu eigin nemenda.
- Samskipti við forráðamenn og samstarfsfólk.
- Þátttaka í skipulagningu og framkvæmd tónleika og annarra tónlistarviðburða.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi
- Færni í mannlegum samskiptum
- Hreint sakavottorð
Auglýsing birt7. október 2025
Umsóknarfrestur30. október 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Kvenkyns starfsmaður íþróttamiðstöðvar Norðfjarðar
Fjarðabyggð

Óskum eftir að ráða frístundaleiðbeinendur í frístundaheimili á Reyðarfirði
Fjarðabyggð

Leikskólakennari við leikskólann Eyravelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Matráður við leikskólann Eyrarvelli, Neskaupstað
Fjarðabyggð

Skólaliði við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)

Sérkennari – Víðistaðaskóli (tímabundin ráðning)
Hafnarfjarðarbær

Verkefnastjóri hjá Opna Háskólanum
Háskólinn í Reykjavík

Kennari óskast í 50-100% starf
Kvíslarskóli

Leikskólakennari óskast
Heilsuleikskólinn Skógarás

Leikskólakennari eða leiðbeinandi óskast í Efstahjalla
Efstihjalli

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Leikskólakennari/leiðbeinandi
Leikskólinn Steinahlíð

Ert þú kennari? þá er þetta starfið fyrir þig
Leikskólinn Sjáland

Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur
Kringlumýri frístundamiðstöð

Kraftmikill og metnaðarfullur deildarstjóri óskast
Leikskólinn Sjáland

Leikskólakennari óskast í Sólhvörf
Sólhvörf