
Vesturbyggð
Vesturbyggð er sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum og samanstendur af þremur þéttbýliskjörnum, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal, auk sveitanna þar í kring. Einstök náttúrufegurð prýðir sunnanverða Vestfirði og hér er ótal margt að sjá og upplifa.
Á svæðinu er öflugt atvinnulíf, fjölbreytt þjónusta og gott mannlíf. Góð þjónusta er í sveitarfélaginu, öflugt æskulýðsstarf, leikskólar, íþróttasvæði, verslanir, sjúkrahús, verkstæði, vélsmiðjur, trésmíðaverkstæði, bíó, ferðaþjónusta og fleira. Náttúrufegurð er mikilfengleg, meðal annars eru Rauðisandur og Látrabjarg innan sveitarfélagsins. Möguleikar til útivistar, félagsstarfa, íþrótta og afþreyingar eru fjölmargar.
Sveitarfélagið tekur vel á móti nýjum íbúum!

Tómstundarfulltrúi
Vesturbyggð óskar eftir að ráða tómstundafulltrúa. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi til að halda uppi góðu og faglegu starfi í tómstundamálum fyrir alla aldurshópa.
Tómstundafulltrúi er einn af stjórnendum fjölskyldusviðs. Starfshlutfall er 100% og næsti yfirmaður er sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með verkefnum er varða íþrótta- og tómstundastarf og eflingu lýðheilsu og forvarna.
- Vinnur að framkvæmd sveitarfélagsins á sviði íþrótta og tómstunda og hefur frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja þann málaflokk.
- Hefur yfirumsjón með starfsemi íþróttaskóla, félagsmiðstöðva og vinnuskóla sveitarfélagsins.
- Umsjón með akstri tengdum skólastarfi, íþróttum og tómstundum.
- Hefur umsjón með íþróttavöllum í sveitarfélaginu.
- Starfar með ungmennaráði sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi skilyrði, svo sem á sviði kennslu eða uppeldisfræða, íþrótta og heilsufræða, tómstunda- og félagsmálafræða eða annað sambærilegt nám.
- Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
- Reynsla og þekking á þjálfun kostur.
- Íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði.
- Enskukunnátta æskileg.
- Rík krafa um frumkvæði og framkvæmdagleði.
- Sjálfstæði í störfum og góð skipulagshæfni.
- Rík og góð samskiptahæfni og þjónustulund við alla aldurshópa.
- Jákvæðni og aðlögunarhæfni.
Auglýsing birt19. ágúst 2025
Umsóknarfrestur1. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður
Starfstegund
Hæfni
AðlögunarhæfniFrumkvæðiJákvæðniSamviskusemiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Kennari í valgreinar og þemavinnu óskast í Snælandsskóla
Snælandsskóli

Leikskólinn Áshamar: Hlutastarf, kjörið með námi!
Framtíðarfólk ehf.

Umsjónarmaður frístundar í Borgarnesi
Borgarbyggð

Stuðningsfulltrúi í Arnarskóla – Sérhæfður stuðningur fyrir nemendur með mikla stuðningsþörf
Arnarskóli

Aðstoðarforstöðumaður í frístundastarfi fatlaðra barna/ungl
Kringlumýri frístundamiðstöð

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöðina Heklu
Kringlumýri frístundamiðstöð

Stuðningsfulltrúi í félagsmiðstöð -Askja
Kringlumýri frístundamiðstöð

Starfskraftur í frístund í Hjallastefnunni í Hafnarfirði
Hjallastefnan

Starf í skóla og frístund Smáraskóla
Smáraskóli

Leikskólakennari - leikskólaliði
Leikskólinn Ösp

Sérfræðingur í Frístundaklúbbinn Kópinn
Sveitarfélagið Árborg