
Akureyri
Akureyrarbær er stór vinnustaður með rúmlega 2.000 starfsmenn. Á hverju vori fjölgar starfsfólki um nálægt 1.200 manns vegna sumarafleysinga og vinnuskólans.
Starfsfólk Akureyrarbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem tryggja velferð og ánægju íbúa Akureyrar, hvort sem um er að ræða störf við leik- eða grunnskóla, íbúakjarna, rekstur mannvirkja, stjórnsýslu eða annað.

Þroskaþjálfi - ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks
Félagsþjónusta velferðarsviðs Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í starf ráðgjafa í sérhæfða félagsþjónustu (málaflokk fatlaðra). Um er að ræða tímabundna afleysingu í 80-100% stöðu með sveigjanlegum dagvinnuvinnutíma, frá júní 2025 til 1. maí 2026. Kostur er ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
Á velferðarsviði Akureyrarbæjar er rekin fjölbreytt velferðarþjónusta. Hlutverk sviðsins er að bjóða upp á ráðgjöf og beita úrræðum auk þess sem sviðið rekur þjónustukjarna og vinnustaði fyrir fatlað fólk.
Á Velferðarsviði er starfað eftir hugmyndafræði valdeflingar og þjónandi leiðsagnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ráðgjöf til einstaklinga sem þurfa sértæka félagsþjónustu vegna fötlunar.
- Sértæk ráðgjöf og stuðningur til foreldra og annarra aðstandenda fatlaðra.
- Tengiliður við barna- og skólaþjónustu, tekur við málefnum fatlaðra barna er þau verða 18 ára.
- Er málastjóri í málum þar sem þörf er á samhæfðri þjónustu vegna fötlunar. Annast þá samþættingu við fleiri svið og deildir Akureyrarbæjar sem og aðrar þjónustustofnanir fyrir fatlaða.
- Veitir sérhæfða ráðgjöf varðandi náin samskipti.
- Situr í einhverfuteymi og leiðir úrræði og ráðgjöf fyrir þann hóp.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Starfsréttindi sem þroskaþjálfi á Íslandi er skilyrði.
- Viðbótarmenntun á sviði ráðgjafar er æskileg.
- Reynsla af vinnu með fötluðu fólki er nauðsynleg.
- Þekking og reynsla af starfi í félagsþjónustu er kostur.
- Reynsla af vinnu í skjalakerfinu ONE er kostur.
- Gerð er krafa um frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
- Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleika.
- Góð samskiptahæfni er nauðsynleg.
- Góð íslenskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli.
- Góð enskukunnátta bæði í töluðu og rituðu máli.
- Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt22. maí 2025
Umsóknarfrestur1. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Glerárgata 26, 600 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSveigjanleiki
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (8)

Sumarstörf: Velferðarsvið Akureyrarbæjar
Akureyri

Hlíðarskóli: Þroskaþjálfi, iðjuþjálfi, sérkennari
Akureyri

Krógaból: Leikskólakennarar eða háskólamenntað starfsfólk
Akureyri

Leikskólinn Naustatjörn: Leikskólakennari
Akureyri

Leikskólinn Naustatjörn á Akureyri: Starfsfólk í leikskóla
Akureyri

Glerárskóli: Starfsfólk í íþróttahúsi með stuðning
Akureyri

Glerárskóli: starfsfólk með stuðning í skólastarfi
Akureyri

Glerárskóli: Skólaliði
Akureyri
Sambærileg störf (7)

Sérkennari/þroskaþjálfi - Leikskólinn Hörðuvellir
Hafnarfjarðarbær

Ráðgjafi á Suðurlandi
Vinnumálastofnun

Þroskaþjálfi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Ráðgjafi í málefnum fatlaðs fólks
Fjölskyldusvið

Þroskaþjálfi – Lækjarskóli
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður í skammtímadvöl fyrir börn
Sveitarfélagið Árborg

Verkefnastjóri í fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks og fleira
Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi