Akureyri
Akureyri
Akureyri

Krógaból: Leikskólakennarar eða háskólamenntað starfsfólk

Heilsuleikskólinn Krógaból á Akureyri óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsfólk með aðra háskólamenntun (B.Ed, BA eða BS) sem nýtist í starfi. Um er að ræða ótímabundnar stöður í 50 -100% starfshlutfalli á deild með börnum frá allt að 2-6 ára. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í lok ágúst 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Heilsuleikskólinn Krógaból byggir starfið á fjórum meginstoðum, heilsustefnu, lífsleikni, málrækt og frjálsum leik. Með þessar grunnstoðir að leiðarljósi er unnið að aðalmarkmiði skólans sem er að stuðla að heilbrigðri sál í hraustum líkama og að öll börn verði góð og fróð.

Einkunnarorð skólans eru Virðing – vellíðan – vinátta.

Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn https://krogabol.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vinna að uppeldi og menntun barnanna.
  • Fylgjast vel með velferð þeirra og hlúa að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
  • Taka þátt í gerð skólanámskrár, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs deildarinnar undir stjórn deildarstjóra.
  • Vinna í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn barnanna.
  • Sitja fundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjendur þurfa að hafa lokið leikskólakennaranámi eða öðru kennaranámi sem veitir leyfisbréf til kennslu, eða annarri háskólamenntun (B.Ed.BA eða BS) sem nýtist í starfi leikskólans.
  • Reynsla af starfi með börnum er kostur.
  • Óskað er eftir sjálfstæðum, ábyrgum, sveigjanlegum og mjög jákvæðum einstaklingum.
  • Reglusemi og samviskusemi.
  • Afar mikilvægt er að viðkomandi eigi auðvelt með mannleg samskipti, geti lesið í umhverfi sitt, sýni frumkvæði í starfi og sé tilbúinn til að takast á við skemmtilegt starf með börnum.
  • Að vera tilbúinn til að leita leiða og nýta tækifærin sem gefast við mótun skólans með skólaþróun að leiðarljósi.
  • Almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
  • Gott vald á íslensku, bæði í töluðu og rituðu máli og geta átt samskipti á íslensku við nemendur, samstarfsfólk og foreldra.
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.
Auglýsing birt15. maí 2025
Umsóknarfrestur27. maí 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bugðusíða 3, 603 Akureyri
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Sveigjanleiki
Starfsgreinar
Starfsmerkingar