Ungbarnaleikskólinn Ársól
Ungbarnaleikskólinn Ársól
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Leikskólastjóri

Öflugur faglegur leiðtogi óskast í stöðu leikskólastjóra í Ungbarnaleikskólanum Ársól í Reykjavík. Um tímabundna stöðu er að ræða frá 1.september 2025-31.október 2026 vegna fæðingarorlofs. Leitað er eftir einstaklingi sem býr yfir góðum samskiptahæfileikum, er lausnamiðaður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda öflugu leikskólastarfi.

Ungbarnaleikskólinn Ársól er staðsettur er í Völundarhúsum 1 í Reykjavík. Leitað er eftir áhugasömum og metnaðarfullum stjórnanda með leikskólakennararéttindi og stjórnunarreynslu í starf leikskólastjóra.

Ungbarnaleikskólinn Ársól er sjálfstætt starfandi og rekinn af Skólum ehf. Skólinn er þriggja deilda með um 54 börn og starfar eftir Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur sem leggur áherslu á hreyfingu, næringu og sköpun.

Einkunnarorð okkar er „heilbrigð sál í hraustum líkama“

Ráðið verður í stöðuna frá 1. september n.k eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 100% starfshlutfall.

Umsókn um starfið þarf að fylgja greinagóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun, stjórnunarreynslu og hæfni til að sinna starfi leikskólastjóra ásamt afriti af prófskírteini leikskólakennara og 2 meðmælendum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
  • Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun í samráði við skrifstofu.
  • Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
  • Samkvæmt starfslýsingu leikskólastjóra ber hann ábyrgð á fag- og fjárhagslegum rekstri leikskólans gagnvart rekstraraðila
  • Sér um ráðningar starfsmanna, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipuleggur vinnutíma starfsmanna og vinnutilhögun
  • Veitir leikskólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
  • Önnur verkefni eru samkvæmt sérstakri starfslýsingu leikskólastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla á leikskólastigi
  • Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða önnur framhaldsmenntun sem nýttist í starfi er æskileg
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
  • Reynsla af faglegri forystu og þróun í leikskólastarfi.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
  • Þekking á rekstri og áætlanagerð.
  • Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
  • Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
Fríðindi í starfi
  • Líkamsræktarstyrkur
  • Afsláttur til starfsfólks af dvalargjöldum í leikskóla
Auglýsing birt20. maí 2025
Umsóknarfrestur3. júní 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Völundarhús 1, 112 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar