
Leikskólastjóri
Leikskólinn Mánaland óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við Leikskólann Mánaland. Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi. Leikskólastjóri ber ábyrgð á rekstri og starfsemi leikskólans. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.
Um Mánaland:
Leikskólinn Mánaland er heilsueflandi leikskóli staðsettur í Vík í Mýrdal. Lögð er áhersla á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Mánaland er fjölmenningarlegur leikskóli og teljum við að öll börn geti notið sín á sínum forsendum. Styrkleiki leikskólans felst í fjölbreytni; það er í lagi að vera ólíkur öðrum. Við leikum, lærum og eigum samskipti án fordóma. Lögð er áhersla á að efla samvinnu og samkennd í barnahópnum auk þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd allra barna þannig að þau geti sýnt styrkleika sína og þekkingu. Leikskólinn er nýfluttur í glæsilegt nýtt húsnæði í Vík sem hannaður var sem 60 barna, þriggja deilda leikskóli þar sem lögð var áhersla á góða hljóðvist og góða aðstöðu í alla staði fyrir börn og starfsfólk.
Sveitarstjórn samþykkti fyrir yfirstandandi skólaár breytingar í leikskólaþjónustu með það að markmiði að bæta enn frekar náms- og starfsumhverfi leikskólans þannig að tryggja megi stöðugleika í starfinu, farsæld barna og velferð og vellíðan starfsfólks ásamt því að gera starfsumhverfi leikskólans aðlaðandi. Breytingarnar sem innleiddar voru í haust eru meðal annars að hámarksvistunartími barna verði 36 klst. á viku, tveir skráningardagar verða innleiddir vegna foreldraviðtala, vinnustytting starfsfólks verður tekin út með lokun skólans, fjórir dagar verða sérstaklega skilgreindir vegna undirbúnings leikskólastarfs og fimm starfsdagar á ári. Skólapúls foreldra barna við leikskólann leiddi í ljós stóraukna ánægju með starfsemi skólans og sveitarfélagið er áfram um að viðhalda þeim mikla árangri og halda áfram að bæta starfið.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri, fjárhag og starfsemi leikskólans.
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerðum um málefni leikskóla, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins.
- Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
- Stefnumörkun og innleiðing stefnu.
- Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg.
- Reynsla af kennslu á leikskólastigi.
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Þekking á rekstri og áætlanagerð.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
- Hreint sakavottorð.
Við bjóðum upp á:
- Vinnustyttingu sem tekin er út með haustfríi, jólafríi og í Dymbilviku.
- Sveitarfélagið aðstoðar við flutning og öflun húsnæðis fyrir fagfólk sem flytur til okkar.
- Tækifæri til símenntunar.
- Umfram allt skemmtilegan vinnustað.
Umsóknarfrestur er til og með 9. júní 2025. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Launakjör taka mið af kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Samkvæmt samþykktum um stjórn sveitarfélagsins ræður sveitarstjórn leikskólastjóra. Samkvæmt jafnréttisstefnu Mýrdalshrepps eru öll kyn hvött til að sækja um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.













