
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð. 
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu. 
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Þjónusturáðgjafi Kia, Honda og Xpeng
Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila með menntun eða víðtæka reynslu í bifvélavirkjun eða öðrum bílgreinum til að sinna samskiptum og ráðgjöf til viðskiptavina Kia, Honda og Xpeng.
Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er dótturfélag Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini Öskju
- Ráðgjöf og tilboðsgerð
- Samvinna við þjónustuteymi verkstæðis
- Frágangur á verkbeiðnum og reikningagerð
Við leitum að liðsfélaga með:
- Ríka þjónustulund og mikla samskiptafærni
- Færni í teymisvinnu
- Reynslu af sambærilegum störfum
- Sveinsbréf í bifvélavirkjun eða öðrum bílgreinum
- Góða tölvufærni
- Góða íslensku- og enskukunnáttu
Af hverju að vinna með okkur?
- Vertu hluti af hratt vaxandi, alþjóðlegu fyrirtæki með þekkt bílamerki
- Starfaðu með stuðningsríku og samvinnuþýðu teymi sem leggur áherslu á nýsköpun, fjölbreytileika og faglegt vinnuumhverfi
- Tækifæri til að þróa feril þinn innan alþjóðlegs fyrirtækis
Auglýsing birt31. október 2025
Umsóknarfrestur9. nóvember 2025
Tungumálahæfni
 Enska
EnskaNauðsyn
 Íslenska
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Krókháls 13, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
BifvélavirkjunMannleg samskiptiSveinsprófÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Hópstjóri á verkstæði
Hekla

Verkfæravörður
Hekla

Við erum að bæta við í verkstæðisteymi Heklu! 
Hekla

Bílaflotastýri hjá Hopp Reykjavík 
Hopp Reykjavík ehf

Bifvélavirki á sérhæfðu Mercedes-Benz og smart bílaverkstæði
Bílaumboðið Askja

Verkstæðismaður
Steypustöðin

 Bifvélavirki óskast
Bílhúsið ehf

Framkvæmdastjóri - Vélabær ehf.
Hagvangur

Mechanic required
V12 Auto ehf.

Viðhald og eftirlit með tækjum og búnaði - vélaverkstæði Reyðarfirði
Vegagerðin

Bifvélavirki, vélvirki
Bílaverkstæði Hjalta ehf

Vélvirki eða vanur aðili óskast til starfa í Vestmannaeyjum
Nethamar ehf.