Hopp Reykjavík ehf
Hopp Reykjavík ehf

Bílaflotastýri hjá Hopp Reykjavík

Hefur þú brennandi áhuga á bílum? Getur þú reddað því, sem á til að bila í bílum sem þjóta um borgina alla daga ársins? Ertu smá rannsóknarlögga í þér og getur rakið tjón og tilkynnt það til tryggingafélagsins? Hefur þú áhuga á að vinna með fólki og hefur áhuga á tækni og tækninýjungum?

Þá erum við að leita að þér!

Hopp Reykjavík er að kaupa fullt af nýjum rafmagnsbílum sem einhver (kannski þú) þarft að passa vel upp á. Við viljum að þeir séu í góðu standi fyrir viðskiptavini okkar sem nota þá allan sólarhringinn á höfuðborgarsvæðinu. Bílaflotastýri mun því bera ábyrgð á og hafa umsjón með daglegum rekstri og viðhaldi á bílaflota Hopp Reykjavíkur. Hlutverkið krefst þess að hafa góða yfirsýn og reddara eiginleika til að geta haldið uppi öryggi og áreiðanleika bílanna, ásamt því að sinna gæðaeftirliti.

Hopp Reykjavík stendur vaktina og sinnir notendum alla daga ársins og því þarf starfsemi okkar að vera einstaklega vel skipulögð og fagleg. Við erum metnaðarfull og leitum því að flotastýri sem vill stefna enn hærra með okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð

Daglegur rekstur og stjórnun:

  • Stjórn á daglegum rekstri bíla

  • Rekja, greina og tilkynna tjón 

  • Hafa samband við notendur og miðla upplýsingum 

  • Þróa og innleiða nýjar aðferðir til að hámarka framboð flotans miðað við notkun og eftirspurn

  • Fylgjast með frammistöðu, veita reglulega endurgjöf og tryggja skilvirkt samstarf teymanna

  • Framfylgja öryggisreglum hjá starfsfólki

Viðhald og gæðaeftirlit:

  • Hafa umsjón með reglulegu viðhaldi og gæðaeftirliti flotans og halda nákvæmar skrár yfir viðgerðir og þjónustusögu

  • Innleiða fyrirbyggjandi viðhalds ráðstafanir, til að draga úr bilunum og lengja líftíma flotans

  • Framkvæma reglulegar öryggisathuganir og úttektir til að viðhalda háum öryggisstaðli

Gagnastýring og mælikvarðar:

  • Þróa og fylgja eftir ferlum til að ná fram sem mestri hagkvæmni

  • Nota innsýn úr gögnum til að taka upplýstar ákvarðanir um flotastjórnun, viðhaldsáætlanir og rekstrarstefnu

  • Fylgjast með lykilmælikvörðum, svo sem nýtingu flotans, viðhaldi og fylgja kostnaðaráætlun

  • Vinna með rekstrar- og vöruþróunarteymi til að bæta hugbúnað og tækni flotans

Menntunar- og hæfniskröfur

Þekking og reynsla:

  • Reynsla af bílaviðgerðum og viðhaldi bíla

  • Reynsla af tjónamati og samskiptum við tryggingafélög

  • Hæfni til að skipuleggja og hafa góða yfirsýn yfir verkefni og rekstur

  • Skilningur eða þekking á tækjum, tækni og rafmagni

  • Færni í notkun á hugbúnaði fyrir flotastjórnun og öðrum gagnagreiningartólum er kostur

  • Hæfni til að vinna í hraðskreiðu og kviku umhverfi og geta til að aðlagast breyttum rekstraraðstæðum

  • Bílpróf - oft óþarft en í þessu tilfelli nauðsyn

  • Góð íslensku- og enskukunnátta skilyrði, bæði í ræðu og riti

Auglýsing birt31. október 2025
Umsóknarfrestur9. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Skúlagata 13, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BilanagreiningPathCreated with Sketch.BílarafmagnsviðgerðirPathCreated with Sketch.BílvélaviðgerðirPathCreated with Sketch.Dekkjaskipti
Starfsgreinar
Starfsmerkingar