
Bílaumboðið Askja
Bílaumboðið Askja er framsækið þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á nýjum og notuðum bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart ásamt þjónustu og viðhaldi fyrir viðskiptavini Öskju, bæði til einstaklinga og fyrirtækja.
Við vitum að eitt mesta virði okkar felst í góðum mannauð.
Hjá Öskju starfar samheldin og fjölbreyttur hópur sem býr yfir brennandi áhuga í sínu fagi, framúrskarandi þjónustulund og metnaði til ná árangri. Askja býður upp á fyrirmyndaraðstöðu fyrir starfsfólk, eitt fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins, glæsilega sýningarsali og varahlutaþjónustu.
Lögð er sérstök áhersla á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku og heiðarleika.
Askja er staðsett á Krókhálsi í þremur húsnæðum. Askja notaðir bílar eru á Krókhálsi 7 þar sem við bjóðum upp á úrval notaðra bíla frá öllum bílaframleiðendum. Sýningarsalur Mercedes-Benz og smart er á Krókhálsi 11 ásamt höfuðstöðvum Öskju og skrifstofu og svo sýningarsalur Kia og Honda á Krókhálsi 13.

Þjónusturáðgjafi innri þjónustu
Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila til að sinna starfi þjónusturáðgjafa í innri þjónustu Öskju. Innri þjónusta samanstendur af þjónustuveri Öskju, innri bílaleigu, Öskjuskutlu og gestgjöfum Mercedes Benz.
Hjá Öskju starfar öflugur hópur starfsfólks, en fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið fyrirtækisins er að vera í fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og þjónustar.
Gildi Öskju eru: Metnaður - Fagmennska - Heiðarleiki – Gleði
Um er að ræða framtíðarstarf þar sem verkefnin eru fjölbreytt og tengjast öllum deildum innri þjónustu Öskju.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og aðstoð við viðskiptavini Mercedes-Benz
- Úrvinnsla fyrirspurna frá viðskiptavinum
- Bakvinnsla verkstæðis
- Akstur viðskiptavina til og frá fyrirtækinu
- Útkeyrsla og sendiferðir
- Undirbúningur bílaleigubíla, skráning, þrif o.þ.h.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi. Nám eða starfsreynsla í bílgreinum er kostur
- Reynsla af þjónustustörfum, þjónustulund og samskiptahæfni
- Þekking og áhugi á bílum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Ökuréttindi og góð ökufærni. Meirapróf er kostur
- Íslensku- og enskukunnátta
Af hverja Askja?
- Fjölskylduvænn vinnustaður
- Samkeppnishæf kjör
- Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
- Allir hafa rödd sem hlustað er á
- Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
- Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur og líkamsræktaraðstaða
Auglýsing birt13. febrúar 2025
Umsóknarfrestur27. febrúar 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Krókháls 11, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Almenn ökuréttindiÚtkeyrslaÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Customer Support Specialist
Key to Iceland

Sala varahluta - Akureyri
Brimborg

Þjónustufulltrúi á Stjórnstöð
Securitas

Sölusnillingur óskast í frábært teymi notaðra bíla
Hekla

Sölufulltrúi á Akureyri
Avis og Budget

Fjármálaráðgjafi á Hornafirði
Landsbankinn

Þjónustufulltrúi í Þjónustuver BAUHAUS
BAUHAUS slhf.

Við leitum að Þjónusturáðgjafa!
FYRR bílaverkstæði

Verkstæðismóttaka
Toyota

Sumarstörf - Apótekarinn Hveragerði
Apótekarinn

Sumarstarf - í Reykjanesbæ
Gagnavarslan

Sölusnillingur óskast í frábært teymi nýrra bíla- sumarstarf
Hekla