
ÍSBAND verkstæði og varahlutir
Íslensk-Bandaríska (ÍSBAND) er umboðs- og dreifingaraðili fyrir vörumerkin Jeep, RAM, Fiat, Alfa Romeo, Chrysler og Dodge á Íslandi. Hjá ÍSBAND eru nú um 40 stöðugildi. ÍSBAND bílaverkstæði sinnir ofantöldum vörumerkjum sem og 33"-40" breytingum á Jeep og RAM. Varahlutaverslunin flytur inn varahluti frá ofangreindum vörumerkum, öðrum USA merkjum og aukahluti. ÍSBAND er umboðsaðili fyrir AEV, Teraflex, Falcon, ARE og Bakflip. Verkstæði og varahlutaverslun eru í rúmgóðu húsnæði að Smiðshöfða 5, 110 Reykjavík þar sem góð aðstaða er til að taka á móti stórum pallbílum og húsbílum. Söludeild er staðsett í Þverholti í Mosfellsbæ.

Þjónustufulltrúi í verkstæðismóttöku
Vegna aukinna umsvifa leitum við að þjónustufulltrúa í verkstæðismóttöku.
Starfið felur í sér fjölbreytt og þjónustumiðað hlutverk þar sem dagleg samskipti við viðskiptavini eru í fyrirrúmi.
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur ánægju af mannlegum samskiptum og vill taka þátt í að veita faglega og persónulega þjónustu.
Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf í ört vaxandi fyrirtæki þar sem ríkir góður starfsandi. Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Samskipti við viðskiptavini verkstæðis og varahlutaverslunar
- Tímabókanir og innritun ökutækja í samráði við verkstjóra
- Lokun verkbeiðna og eftirfylgni verka
- Útgáfa reikninga og móttaka greiðslna við afhendingu ökutækja
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð íslenskukunnátta
- Lipurð og fagmennska í samskiptum
- Góð þjónustulund og jákvætt viðmót
Fríðindi í starfi
- Heitur hádegismatur
- Öflugt starfsmannafélag
Auglýsing birt13. janúar 2026
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Smiðshöfði 5, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiÖkuréttindiReikningagerðUppgjör
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Vilt þú vaxa með okkur? Fjölbreytt störf í boði!
IKEA

ATVINNA Í BOÐI HELGAR- OG SUMARSTARF
Birgisson

Söluráðgjafi í verslun
Birgisson

Áhugavert skrifstofustarf á Brjóstamiðstöð
Landspítali

Sumarstarf - Fullt starf í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Sumarstarf - Helgarvinna í Kópavogslaug
Sumarstörf - Kópavogsbær

Rafgeymasalan - Afgreiðsla og þjónusta
Rafgeymasalan ehf.

Saga Lounge Agent - Sumarstörf á Keflavíkurflugvelli 2026
Icelandair

Sumarstarf í verslun - BYKO Selfossi
Byko

Sumarstarf Timburafgreiðsla - BYKO Selfossi
Byko

Verslunarstjóri
Rafkaup

Bókhald - Laun - Fjármál
Rafkaup