
BL ehf.
BL er eitt stærsta og elsta bílaþjónustufyrirtæki landsins og nær saga okkar allt aftur til ársins 1954.
Á þeim tíma hafa bílar og bílaframleiðsla breyst gríðarlega og sjaldan hefur þróunin verið jafn spennandi og einmitt núna þegar nýir möguleikar eru að opnast til að koma okkur hratt og örugglega milli staða í sem mestri sátt við umhverfið og náttúruna.
Á fimm starfsstöðvum rekum við umboð fyrir fólks- og atvinnubíla frá 12 framleiðendum og starfrækjum vottuð þjónustu-, málningar- og réttingaverkstæði sem eru ein þau fullkomnustu á landinu. Við leggjum áherslu á góða starfsaðstöðu og starfsanda og hjá okkur er öflugt starfsmannafélag. BL er með jafnlaunavottun og við erum fyrirmyndarfyrirtæki VR.
Hvort sem þú leitar að tímabundnu starfi eða hyggur á fagmenntun til framtíðar þá færðu frábært tækifæri hjá BL til að kynnast nýjustu tækni og öðlast reynslu í einhverri mikilvægustu og fjölbreyttustu atvinnugrein samtímans í návígi við marga af fullkomnustu og glæsilegustu bílum heims.

Þjónustufulltrúi á þjónustusviði BL Sævarhöfða
Við leitum að þjónustufulltrúa til starfa á þjónustusvið BL Sævarhöfða. Starfið felst í að veita framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini, utanumhald á tímabókunum í þjónustu, stofnun verkbeiðna, sölu varahluta o.fl.
Viðkomandi tilheyrir þjónustuteymi sem sinnir þjónustu við viðskiptavini í framlínu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini
- Samskipti og upplýsingagjöf
- Bókanir í þjónustu
- Sala varahluta
Menntunar- og hæfniskröfur
- Viðkomandi þarf að vera mjög sterkur í mannlegum samskiptum og með mikla þjónustulund
- Þekking og áhugi á bílum, nám í bifvélavirkjun kostur
- Mjög góð tölvufærni. Þekking á Navision kostur
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Sjálfstæð, skipulögð og fagleg vinnubrögð
- Ökuréttindi skilyrði
- Íslenskukunnátta skilyrði
Fríðindi í starfi
- Afsláttakjör af bílum, aukahlutum, varahlutum ofl.,
- Íþróttastyrkur
- Afsláttur af leigu á bílum hjá Hertz
- Mötuneyti með heitum mat
- Afsláttur á hleðslustöðvum Ísorku
Auglýsing birt9. maí 2025
Umsóknarfrestur25. maí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sævarhöfði 2, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÖkuréttindiSjálfstæð vinnubrögðStundvísiÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sölu- og þjónusturáðgjafi á Akranesi
VÍS

Tjónaskoðunarmaður
VÍS

Þjónustufulltrúi hjá Igloo/Leiguskjóli
Leiguskjól

Bifvélavirki fólksbílaverkstæði Mercedes-Benz og smart
Bílaumboðið Askja

Bifvélavirki Kia og Honda verkstæði
Bílaumboðið Askja

Leitum að Bílamálara
Bretti Réttingaverkstæði ehf

Bifvélavirki fyrir Velti
Veltir

Bifvélavirki fyrir Volvo og Polestar á Íslandi
Volvo og Polestar á Íslandi | Brimborg

Bifvélavirki fyrir Ford
Ford á Íslandi | Brimborg

Bifvélavirki
BL ehf.

Part Time Sales Assistant
Sports Direct Lindum

Þjónustufulltrúi í langtímaleigudeild í Reykjavík
Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar