

Þjónustufulltrúi hjá Igloo/Leiguskjóli
Þjónustufulltrúi hjá Leiguskjóli
Igloo/Leiguskjól leitar að einstaklingi í starf þjónustufulltrúa á skrifstofu félagsins. Starfið felur í sér almenna þjónustu við viðskiptavini félagsins í gegnum síma, tölvupóst og aðra samskiptamáta s.s. samfélagsmiðla. Afgreiðslutími á skrifstofu er milli kl. 9 og 16 alla virka daga en vinnutími er til klukkan 17. Um er að ræða fullt starf.
Helstu verkefni
- Svörun fyrirspurna í síma, á tölvupósti og á samfélagsmiðlum
- Afgreiðsla húsaleiguábyrgða
- Þjónusta og ráðgjöf við leigutaka og leigusala
- Almenn samskipti og úrlausn mála fyrir viðskiptavini
Hæfniskröfur
Umsækjandi þarf að vera orðin 20 ára og hafa góð tök á rituðu og mæltu máli á íslensku og ensku. Kostur ef viðkomandi talar pólsku. Viðkomandi þarf að vera með ríka þjónustulund og hafa bæði áhuga og vilja að veita öllum sem til okkar leita góða þjónustu. Engar sérstakar menntunarkröfur eru gerðar til umsækjanda.
Að öðru leyti styðjumst við við eftirfarandi gildi við mat umsækjenda um starfið:
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Góð enskukunnátta
- Ábyrgð og áreiðanleiki
- Sjálfstæði í starfi og hæfni til að vinna undir álagi
Vinsamlegast sækið um starfið í gegnum ráðningavef Alfreðs.
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí n.k.
Um Igloo
Igloo er í eigu Arion banka en starfar sjálfstætt og óháð. Aðalstarfsemi flest í rekstri ábyrgðaþjónustu fyrir húsaleigu ásamt því sem félagið heldur úti öflugasta leiguvef landsins myigloo.is þar sem þúsundir leita að húsnæði til leigu í hverjum mánuði. Hjá félaginu starfar fólk með ýmsa sérþekkingu, s.s. á sviði viðskipta, bókhalds, lögfræði og hugbúnaðargerð. Mikil áhersla er lögð á tæknilega þróun hjá félaginu og að allir starfsmenn komi að henni hver með sínum hætti.
Reykjavík, 9. maí 2025.












