
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands
Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Tæknimaður við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands
Laust er til umsóknar fullt starf tæknimanns í efnagreiningum við efnafræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands. Efnafræðistofa Raunvísindastofnunar Háskólans er rannsóknavettvangur efnafræði við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum efnafræði, til að mynda lífrænnar og ólífrænnar efnafræði, eðlisefnafræði og efnagreininga. Efnafræðistofa býr yfir öflugum tækjabúnaði til efnagreininga, t.a.m. vökvaskiljum, litrófsmælum, massagreinum og kjarnsegulgreinum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með efnagreiningartækjum á vegum efnafræðistofu.
- Umsjón með almennu viðhaldi á tækjabúnaði og að útbúa efnalausnir.
- Utanumhald um bókanir og notkun á efnagreiningatækjum.
- Aðstoð við rannsakendur með notkun tækja og framkvæmd mælinga á sérhæfðari tæki.
- Aðstoð við öflun tilboða og við kaup á tækjabúnaði.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólagráða í efnafræði, eða skyldum greinum.
- Reynsla af notkun og viðhaldi efnagreiningatækja og búnaði tengdum þeim (t.d. kjarnsegulrófstæki (e. NMR), vökvaskiljum (e. HPLC), litrófsmælum (UV-VIS), massagreinum, vakúmdælum og skilvindum).
- Reynsla af notkun og viðhaldi hugbúnaðar til efnagreininga.
- Sjálfstæð vinnubrögð og góð færni í mannlegum samskiptum.
- Góð enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
- Góð íslenskukunnátta er æskileg.
Auglýsing birt21. ágúst 2025
Umsóknarfrestur27. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Dunhagi 5, 107 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Hardware and Logistics Coordinator
Hefring Marine

Sölufulltrúi í tölvuverslun - Reykjavík
Tölvutek

Sérfræðingur í gæðatryggingardeild (QA Specialist)
Kerecis

Þjónustudeild Blikksmiðsins hf.
Blikksmiðurinn hf

Tæknifólk í brunaviðvörunarkerfi
Securitas

Quality Assurance Specialist - Batch Record Reviewer
Alvotech hf

Skjalasérfræðingur í lyfjaframleiðslu - Documentation Coordinator
Alvotech hf

Rekstrarstjóri Rent-A-Party
Rent-A-Party

Eftirlitsmaður á þjónustudeild á Akureyri
Vegagerðin

Rannsóknartæknir
BM Vallá

Lektor á sviði skattaréttar og félagaréttar, Lagadeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Tæknimaður / Technician
Íslandshótel