Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Lektor á sviði skattaréttar og félagaréttar, Lagadeild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lektors á sviði skattaréttar og félagaréttar við Lagadeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Helstu verkefni og ábyrgð

Gert er ráð fyrir að áherslusvið lektorsins séu kennsla og rannsóknir á sviðum skattaréttar og félagaréttar og gefur starfið færi á að móta og þróa uppbyggingu þessara réttarsviða við Lagadeild. Gert er ráð fyrir að lektorinn sinni fyrst og fremst kennslu í framhaldsnámi í lögfræði en einnig í grunnnámi eftir því sem þörf krefur. Einnig getur komið til þess að lektornum verði falið að  sinna kennslu í öðrum fræðigreinum í samræmi við þekkingu sína og þarfir Lagadeildar á hverjum tíma. Þá felst hluti af starfsskyldum lektors í þátttöku í verkefnum á vegum deildar og fræðasviðs.  Leitað er að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á að helga sig kennslu, fræðastörfum og framþróun Lagadeildar. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Umsækjandi skal hafa lokið fullnaðarnámi í lögfræði með meistara- eða kandídatsprófi frá íslenskum háskóla eða sambærilegu prófi frá erlendum háskóla og hafa þekkingu og reynslu í samræmi við alþjóðleg viðmið fyrir viðkomandi starfsheiti á fræðasviðinu sem staðfest er með áliti dómnefndar eða með doktorsprófi frá viðurkenndum háskóla. 
  • Frekara framhaldsnám á sviðum skattaréttar og félagaréttar, þ.m.t. doktorspróf á fræðasviðunum, er kostur. 
  • Góð almenn þekking á íslenskum rétti og reynsla af lögfræðistörfum þar sem reynt hefur á notkun réttarreglna við úrlausn raunhæfra lögfræðilegra viðfangsefna. 
  • Kennslureynsla á háskólastigi og góð hæfni til að miðla þekkingu.  
  • Virkni og hæfni í rannsóknum á sviði lögfræði. 
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, áreiðanleiki, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 
Auglýsing birt11. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sæmundargata 10, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Embættispróf í lögfræðiPathCreated with Sketch.FræðigreinarPathCreated with Sketch.LögmaðurPathCreated with Sketch.Vinnsla rannsóknargagna
Starfsgreinar
Starfsmerkingar