

Sumarstarf í mötuneyti
Viltu vinna á líflegum og skemmtilegum vinnustað í sumar?
Við leitum leitum að hressum og þjónustulunduðum liðsfélaga til að hjálpa okkur í mötuneytinu í sumar. Mötuneytið okkar ber heitið „Torgið“ og þar er líf og fjör alla virka daga, enda er boðið upp á gómsætan mat unnin úr úrvalshráefnum af matreiðslumeistara okkar. Ef þú hefur gaman af samskiptum og elskar góðan mat þá gætir þú verið manneskjan sem við leitum að!
Hvað felst í starfinu?
- Undirbúningur og frágangur máltíða
- Móttaka og frágangur pantana
- Umsjón með kaffistöðvum
- Uppvask og almenn þrif í eldhúsi og matsal
- Önnur tilfallandi verkefni sem tengjast rekstri mötuneytisins
Á Torginu ríkir góð stemning þar sem gleði og jákvæð samskipti eru í forgrunni. Viðkomandi vinnur með reynslumiklum matreiðslumeistara í notalegu og hvetjandi starfsumhverfi.
Vinnutíminn er frá 07:30–14:00, sem hentar einstaklega vel þeim sem vilja nýta eftirmiðdaga í annað. Viðkomandi þarf að vera 18 ára eða eldri, reynsla af starfi í mötuneyti eða sambærilegu er kostur, en ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til og með 16. maí nk.











